Eitt af hlut­verk­um VÍS er að stuðla að ör­yggi í sam­fé­lag­inu með öfl­ug­um for­vörn­um. Við út­hlut­un styrkja úr sam­fé­lags­sjóði VÍS er lögð áhersla á verk­efni sem efla for­varn­ir ásamt því að horft er til mannúðar-, æsku­lýðs- og um­hverf­is­mála.

Fjöl­mörg verk­efni hafa orðið að veru­leika sam­fara út­hlut­un úr sjóðnum. Við hjá VÍS erum mjög stolt af því.

Árið 2017 út­hlut­ar VÍS tvisvar sinn­um úr sam­fé­lags­sjóði sín­um, í janú­ar og júní. Næsta út­hlut­un verður 17. janú­ar 2017. Tekið verður á móti um­sókn­um fyr­ir þá út­hlut­un frá 17. októ­ber – 17. des­em­ber 2016 á net­fangið styrk­ur@vis.is

 

Um­sókn­um þarf að fylgja:

  • Upplýsingar um nafn, heimilisfang, kennitölu, síma og netfang þess sem sækir um og tengilið verkefnis, ef á við.
  • Greinargóð lýsing á verkefninu eða viðfangsefninu og markmiðum þess.
  • Upphæð sem sótt er um.

Sam­fé­lags­sjóður VÍS styrk­ir ekki:

  • Einstaklinga, nemendur, fyrirtæki, íþróttafélög og önnur félagasamtök til náms eða ferðalaga, hvort heldur sem er innanlands eða erlendis.
  • Trúfélög, kosningaherferðir nemenda eða stjórnmálaflokka.
  • Verkefni á grundvelli persónulegra hagsmuna eða viðskiptatengsla.
  • Beiðni um auglýsingar eða styrktarlínur í blöð og tímarit skulu að berast á auglys­ing­ar@vis.is

Öllum um­sókn­um verður svarað þegar tek­in hef­ur verið afstaða til þeirra og styrk­veit­ing­ar gerðar op­in­ber­ar.