VÍS tryggir Olíudreifingu næstu fjögur árin. Þetta er framhald mjög góðs samstarfs allt frá stofnun Olíudreifingar árið 1996. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS skrifuðu undir samninginn í dag.

Olíudreifing_visis.jpg
Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar og Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS ásamt starfsmönnum Olíudreifingar og VÍS við undirritun samnings.

„Við könnuðum verð á markaðnum og VÍS bauð þar hagkvæmasta verðið og bestu tryggingaverndina sem er staðfesting á því að við höfum notið bestu kjara á markaðnum. Með hliðsjón af farsælli samleið undanfarna tvo áratugi lá beint við að halda áfram á sömu braut. Við fengum forvarnarverðlaun VÍS fyrir rúmri viku og þau endurspegla hvernig til hefur tekist í öryggismálunum hjá Olíudreifingu í samstarfi okkar við VÍS. Þar eru verkefnin viðvarandi og stefnum vitaskuld að því að standa okkur áfram vel á því sviði,"segir Hörður.

Auður Björk er líka ánægð með nýjan samning. „Olíudreifing er traustur viðskiptavinur og við fögnum því að hafa það áfram í viðskiptum hjá okkur. Mikið er lagt upp úr forvörnum og öryggismálum hjá fyrirtækinu sem við kunnum að sjálfsögðu vel að meta. Það er allra hagur og viðskiptavinir njóta slíks ávinnings beint með betri kjörum."