Barnaheill og VÍS hafa endurgert veggspjaldið um slysavarnir barna sem heilsugæslan hefur afhent foreldrum í ung- og smábarnavernd undanfarin ár.

Veggspjaldið nefnist Örugg börn og er hugsað til að hengja upp á vegg. Veggspjaldið sýnir hvernig hægt er að búa heimili og umhverfi barna á sem öruggastan hátt. Minnka með því líkur á að barn slasist, því slys eru yfirleitt engin tilviljun. Á veggspjaldinu er einnig mælistika þar sem hægt er að skrá hæð barns.

Karl Jóhann Jónsson listmálari gerði myndirnar og Kristján okkar Gíslason setti það upp.

Á bakhlið veggspjaldsins er texti til foreldra þar sem fjallað er um það sem verið er að benda á á myndunum.

Veggspjaldið er afhent foreldrum í 5 mánaða skoðun og eiga pantanir að berast netfangið barnaheill@barnaheill.is eða í síma 553 5900.

Veggspjaldið er dæmi um verkefni sem hefur fengið styrk úr Samfélagssjóði VÍS.

Örugg.born.veggspjald.png
Á bak­hlið vegg­spjalds­ins er texti til for­eldra þar sem fjallað er um það sem verið er að benda á á mynd­un­um.