Á framhaldsaðalfundi í Vátryggingafélagi Íslands hf. sem lauk fyrir stuttu var einungis eitt mál á dagskrá þ.e. kosning til stjórnar félagsins.

Eftirfarandi einstaklingar voru kjörnir í stjórn félagsins:

Aðalstjórn

  • Benedikt Gíslason
  • Helga Hlín Hákonardóttir
  • Herdís Dröfn Fjeldsted
  • Jostein Sørvoll
  • Reynir Finndal Grétarsson

Varastjórn

  • Andri Gunnarsson
  • Soffía Lárusdóttir

Ný stjórn hélt stjórnarfund eftir framhaldsaðalfundinn og skipti með sér verkum. Herdís Dröfn Fjeldsted var kjörin formaður stjórnar og Jostein Sørvoll varaformaður stjórnar.

Frekari upplýsingar má finna á fjárfestasíðu VÍS.