Keppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum hefst fimmtudagskvöldið, 28. janúar í Fákaseli í Ölfusi. Mótið verður sett kl.18:30 en keppnin sjálf hefst stundvíslega kl. 19:00.

Maður_áhesti_web.jpg
Mótaröðin hefst á keppni í fjórgangi, en þar verður hægt að fylgjast með bestu fjórgöngurum landsins.

Er þetta í 13 sinn sem efnt er til keppni í Meistaradeildinni og hefur VÍS verið bakhjarl hennar frá árinu 2006.

Keppnisfyrirkomulag vetrarins verður:

  • Fimmtudaginn 28. janúar : Fjórgangur V1 - Fákasel
  • Fimmtudaginn 11. febrúar : Gæðingafimi - Fákasel
  • Fimmtudaginn 25. febrúar : Slaktaumatölt T2 - Fákasel
  • Fimmtudaginn 10. mars: Fimmgangur F1 - Samskipahöllin
  • Föstudaginn 8 .apríl : Tölt T1 og flugskeið á lokahátíð í Fákaseli

Öll keppnisröðin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Eins verður hægt að fylgjast með Meistaradeildinni á Snapchat og Instagram undir nafninu meistaradeildin.

Ólafur.Ásgeirsson_Hugleikur.frá.Galtanesi.2015.meistarar.4.gang.jpg
Ólafur Ásgeirsson og Hugleikur frá Galtanesi sigruðu fjórganginn 2015

Ljóst er að spennandi keppni er framundan. Við mælum með að allir fjölmenni í höllina og fylgist með bestu knöpum landsins leiða saman bestu gæðingana.

Hér má skoða myndband sem Ólafur Brynjar Ásgeirsson, Hrímnir/Export Hestar, tók við sigurvegarann frá því í fyrra.