Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |21.10.2016

Kvennafrí á mánudag hjá VÍS

Í tilefni kvennafrídagsins 24. október verður fáliðað á skrifstofum VÍS frá kl. 14:38 þar sem VÍS gefur konum sem starfa hjá fyrirtækinu tækifæri til að taka þátt í viðburðum í tilefni dagsins.

Í tilefni kvennafrídagsins 24. október verður fáliðað á skrifstofum VÍS frá kl. 14:38 þar sem VÍS gefur konum sem starfa hjá fyrirtækinu tækifæri til að taka þátt í viðburðum í tilefni dagsins.

Jafnréttismál eru í góðu horfi hjá VÍS en fyrirtækið lætur sitt að sjálfsögðu ekki eftir liggja að gera konum kleift að fylkja liði og sýna samstöðu. Viðskiptavinir verða þessa væntanlega varir með hægari þjónustu en alla jafna. Við biðjum þá vinsamlegast að sýna þeim sem eftir sitja þolinmæði og biðlund – þeir gera sitt besta.

Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 var haldið upp á kvennafrídaginn í annað sinn og þá gengu konur út í tugþúsunda talið klukkan 14:08. Árið 2010 gengu konur út klukkan 14:25 og nú klukkan 14:38. Þetta eru táknrænar tímasetningar þar sem meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Klukkan 14:38 eru liðin 70.3% af vinnutímanum frá kl. 9-17. Á Austurvelli í Reykjavík verður samstöðufundur undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!