Íslandsbanki hefur samið við VÍS um kortatryggingar bankans næstu tvö ár og tekur samningurinn gildi 1. maí næst komandi. Gengið var til samninga við VÍS í kjölfar verðkönnunar sem bankinn gerði hjá öllum tryggingafélögunum. Engin breyting verður á skilmálum ferðatrygginga, bótafjárhæðum né eigin áhættu korthafa bankans.

„Ég er mjög ánægð með að fá Íslandsbanka í viðskipti. Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir hans hvað ánægðastir viðskiptavina á bankamarkaði. Við munum standa undir væntingum þeirra. VÍS státar af víðfeðmu og sterku þjónustuneti um land allt svo það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir fyrsta flokks þjónustu.“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS.

VÍS er í samstarfi við alþjóðlegu neyðarþjónustuna SOS. Á ferðalögum erlendis er gott að hafa SOS - neyðarkortið með, þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar um neyðarþjónustuna er að finna. Kortið má fá bæði hjá VÍS og Íslandsbanka.

Hægt er að hafa samband við VÍS í síma 560-5000, með tölvupósti á vis@vis.is og í netspjalli á vef okkar.