Viðskiptavinum með F plús fjölskyldutryggingu býðst nú að næla sér í skínandi húfu fyrir börnin á næstu þjónustuskrifstofu VÍS. Það gleður okkur að færa þessum mikilvægu viðskiptavinum hlýjar og fallegar húfur sjötta árið í röð. Auk þess að vera hlý og falleg höfuðprýði eru húfurnar öflug og einföld forvörn sem hjálpar öðrum vegfarendum að sjá barnið þegar skyggja tekur.

Þar sem húfurnar eru afar vinsælar og upplagið takmarkað er um að gera að hafa hraðann á og sækja glaðninginn á næstu þjónustuskrifstofu VÍS.

Hufur.jpeg
Gætum þess að börnin sjáist vel í myrkrinu.

Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur.

Kveðja starfsfólk VÍS