Þegar nýfallinn snjór er yfir er töluverð brotalöm á því að ökumenn hreinsi hann nægilega vel af bílum sínum áður en þeir leggja af stað út í umferðina. Í morgun átti þetta við um býsna marga á höfuðborgarsvæðinu sem létu undir hælinn leggjast að hreinsa af öllum rúðum svo ekki sé minnst á ljósin. Þau voru í enn fleiri tilfellum vel falin undir snjó og sýnileiki viðkomandi því takmarkaðri en ella.

Bill_snjor_bak.jpg
Mikilvægt er að skafa allar rúður og ljós ökutækis áður en lagt er af stað út í umferðina.

Vetrarríki er á öllu landinu og áframhaldandi snjókoma í kortunum. VÍS hvetur ökumenn til að gefa sér alltaf tíma til að skafa af bíl sínum. Þeim tíma er vel varið og eykur umferðaröryggi til muna.