Ok er dyngja úr grágrýti við vesturenda Langjökuls, næstum 1200 m há, sem myndaðist við hraungos síðla á ísöld. Jökull lá ofan á fjallinu um langa hríð en er nú með öllu horfinn. Nafnið Ok merkir ávöl hæð eða bunga og á vel við landslagið. Gangan er aflíðandi og við flestra hæfi en gengið er í snjó stóran hluta leiðarinnar.

Mikilvægt er að göngugarpar klæði sig eftir veðri, séu í skjólgóðum fatnaði og vel skóaðir. Gott er að hafa legghlífar og göngustafi. Jafnframt þarf að hafa með sér orkuríkt nesti og heitan drykk á brúsa.
Þátttökugjald er kr. 5.000 fyrir viðskiptavini VÍS sem og félaga í FÍ. Í því felst far með rútu og fararstjórn.

  • Skráningu og greiðslu þarf að vera lokið fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 22. júní.
  • Þátttakendur skrá sig hjá FÍ í síma 568 2533 eða í tölvupósti á netfangið fi@fi.is. Senda þarf nafn og símanúmer þátttakanda.
  • Lagt verður af stað kl. 19:00 með rútu frá skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6.
  • Stefnt er að vera á tindi Oksins rétt fyrir miðnætti. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur er því um kl. 3:00 - 4:00 að nóttu.
  • Fararstjórar eru Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir.

Hlökkum til að sjá þig!