Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |25.04.2016

Gangur í öryggismálum sjómanna

Síðustu þrjá mánuði hafa um 150 sjómenn á 8 togurum hjá Vinnslustöðinni og FISK-Seafood tekið þátt í forvarnafundum á vegum VÍS og Slysavarnaskóla sjómanna.

Síðustu þrjá mánuði hafa um 150 sjómenn á 8 togurum hjá Vinnslustöðinni (Drangavík, Brynjólfur, Gullbergið, Kap I, Ísleifur, Sighvatur Bjarnason) og FISK-Seafood (Málmey, Arnar) tekið þátt í forvarnafundum á vegum VÍS og Slysavarnaskóla sjómanna.

Sjómönnunum er kennt að greina helstu hættur í vinnuumhverfinu og vinnulagi um borð í togurunum og finna leiðir til að koma í veg fyrir hættuna eða lágmarka hana með úrbótum. Jafnframt eru stofnaðar öryggisnefndir um borð sem er í beinu sambandi við öryggis- og gæðastjóra í landi hjá útgerðunum, sem gegna lykilhlutverki í að veita sjómönnunum aðstoð og sinna eftirfylgni með öryggismálunum.

Góð stemming hefur verið á forvarnafundunum og hafa sjómenn líst yfir ánægju sinni með þá. Sömuleiðis hafa sjómenn og útgerðir nú þegar gripið til ákveðna úrbóta og aðgerða til að efla öryggismálin um borð.

Stefnt er að því að í lok árs verði VÍS búið að halda fundi með 350 sjómönnum útgerða í viðskiptum hjá félaginu sem er liður í forvarnaþjónustu og samstarfi við þau.