Fyrsta tjónið var greitt út í Aski klukkan 11.00 í morgun að staðartíma. Um var að ræða útgreiðslu á bíl sem lent hafði í umferðaróhappi. ​Það ríkti mikil spenna í herbúðum ökutækjatjóna og hópuðust menn í kring um Þráinn, Loft og Begga til að sjá hvort allt gengi ekki eins og vera ber.

Til að slá á mestu spennuna var poppað svo áhorfendur gætu slakað aðeins á og gefið þeim sem voru að framkvæma útgreiðsluna tilfinningalegt svigrúm við aðgerðina.

Tjon.greitt.2.JPG
Pétur alveg að missa sig.

 Það er skemmst frá því að segja að útgreiðslan gekk eins og við var búist og engin vandamál komu upp, sem er frábært. Við sjáum þó að það eru tækifæri til úrbóta sem unnið verður með í framhaldinu.

Tjon.greitt.JPG
Þá er að ýta á hnappinn og greiða.

Það er ljóst að við erum að fara inn í nýja tíma. Tryggingum er alltaf að fjölga í Aski og þá koma tjónin í kjölfarið. Ég vil því hvetja alla til að nýta tækifærið og fara yfir kynningarmyndböndin sem eru í Ásgarði, merkt Aski svo við séum betur í stakk búin til að leysa úr þeim verkefnum sem berast til okkar.