Ef veðurspár Einars Sveinbjörnssonar hjá Veðurvaktinni ganga eftir, má vænta töluverðs vatnselgs næstu daga þ.e. á fimmtudag og um helgina. Föstudagurinn verður kaldari. Þar sem snjóalög og klaki er til staðar eins og á Norðurlandi og á Vestfjörðum er mikilvægt að húseigendur séu á varðbergi og tryggi að leysingavatn eigi greiða leið.

  • Moka snjó og klaka frá niðurföllum
  • Tryggja að niðurfall sé ekki stíflað
  • Moka snjó af svölum
  • Moka snjó frá húsveggjum
  • Gæta að vatnssöfnun á þaki, sér í lagi ef það er flatt

Eins geta akstursskilyrði orðið varasöm vegna háls vegar, vatnsflaums á vegum og vinds. Skoðum færð og veður áður en lagt er í hann.