Farsæl samleið VÍS og Dalvíkurbyggðar til áratuga heldur áfram næstu fjögur árin hið minnsta, þar sem gengið hefur verið frá samningi þess efnis. Í honum er einnig kveðið á um að framlengja megi tímabilið um tvö ár þegar þar að komi. 

Maggi og Bjarni Dalvik.JPG
Bjarni sveitarstjóri og Magnús umdæmisstjóri við undirritun.

Magnús Jónsson og umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi og Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar skrifuðu undir samninginn og lýstu yfir ánægju sinni með að leiðirnar lægju áfram saman. „Það verður lögð aukin áhersla á fjölbreytt forvarnastarf með sveitarfélaginu líkt og við gerum nú hjá þeim all flestum sem tryggja hjá okkur,“ segir Magnús.