Í gær kom ársskýrsla VÍS út fyrir árið 2015. Að þessu sinni er hún aðeins gefin út í rafrænu formi en ekki á pappír. Í henni kennir margra grasa. Stiklað er á stóru í starfsemi ársins í ávarpi stjórnarformanns og forstjóra. Í öðrum köflum er svo fjallað ítarlegar um málefni og viðburði liðins árs og í annálnum má sjá allt það sem hæst bar í stuttu máli og myndum. 

Arsskyrsla_mockup.jpg
Ársskýrsla VÍS er að þessu sinni aðeins gefin út í rafrænu formi í fyrsta skipti.

  Ársskýrsla VÍS 2015