Könn­un á ör­ygg­is­búnaði barna í bíl­um var gerð í lok árs 2015 við 60 leik­skóla í 25 bæj­ar­fé­lög­um víða um land með 2.236 þátt­tak­end­um. Fé­lag­ar í slysa­varna­deild­um og björg­un­ar­sveit­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar víða um land, starfs­fólk trygg­inga­fé­lag­anna VÍS, Sjóvár og starfs­fólk Sam­göngu­stofu sáu að þessu sinni um fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar.

Sam­bæri­leg­ar kann­an­ir hafa verið gerðar und­an­far­in 30 ár en á ár­un­um 1985 til 2011 voru ár­lega gerðar kann­an­ir en eft­ir 2011 hafa þær verið gerðar annað hvert ár. Það er rétt að skipta þessu tíma­bili í tvennt. Ann­ar­s­veg­ar „um­ferðark­ann­an­irn­ar“ sem gerðar voru á ár­un­um 1985 til 1995 af Um­ferðarráði og lög­regl­unni en þær voru ekki fram­kvæmd­ar við leik­skóla og hins­veg­ar „leik­skólak­ann­an­ir“ sem hafa verið fram­kvæmd­ar frá 1996 til dags­ins í dag. Það vek­ur at­hygli að árið 1985 voru um 80% barna al­veg laus í bíl­um en í dag er það hlut­fall komið niður í 2%. Á þess­um þrem­ur ára­tug­um hef­ur bana­slys­um meðal barna í um­ferðinni fækkað um­tals­vert.

Það er þó vit­an­lega ekki ásætt­an­legt að ein­hverj­ir skuli enn sleppa því að nota viðeig­andi ör­ygg­is­búnað – búnað sem get­ur skilið milli lífs og dauða barns ef slys á sér stað. Að baki þess­um 2% eru u.þ.b. 45 ein­stak­ling­ar og það er því mik­il­vægt að niður­stöður þess­ar­ar könn­un­ar séu kunn­gjörðar svo hægt sé að setja markið á enn betri og full­nægj­andi ár­ang­ur á kom­andi árum.

Mis­jafn ár­ang­ur milli sveit­ar­fé­laga
Sam­an­b­urður á milli sveit­ar­fé­laga í notk­un ör­ygg­is­búnaðar barna við komu í leik­skóla er nokkuð mis­mun­andi. Þeir staðir sem eru til fyr­ir­mynd­ar þetta árið eru á höfuðborg­ar­svæðinu, Kópa­vog­ur og Seltjarn­ar­nes en af lands­byggðinni Hofsós* (*Staður þar sem könn­un­in náði til færri en 20 til­fella). Á botn­in­um hvíla Ólafs­fjörður, með aðeins 68% barna í viðeig­andi búnaði, Bol­ung­ar­vík með 67% í viðeig­andi búnaði og Búðardal­ur með 80% með viðeig­andi búnað.

Hér má nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um niður­stöður könn­un­ar­inn­ar, Könnun á öryggi barna í bílum 2015

Börn í bíl.JPG
Sam­an­b­urður á milli sveit­ar­fé­laga í notk­un ör­ygg­is­búnaðar barna við komu í leik­skóla.