Málflutningsstofa Snæfellsnes tók við sem þjónustuaðili VÍS í Stykkishólmi frá og með 1. júlí 2012 og verður Pétur Kristinsson þjónustustjóri. Starfsmaður á skrifstofunni er Brynja Jóhannsdóttir og mun hún sinna daglegri þjónustu varðandi viðskiptavini.

Slíðastliðin sjö ár hefur umboðið verið starfrækt í Arion banka og færir VÍS starfsfólki hans þakkir fyrir gott samstarf.

Þjónustuskrifstofa VÍS í Stykkishólmi verður að Aðalgötu 24 og opin frá kl.10:00 - 12:00 og 13:00 -15:00 alla virka daga. Síminn er 438-1199.

Starfsfólk skrifstofu VÍS á Akranesi veitir jafnframt hvers kyns aðstoð í síma 560-5075 og þjónustuver VÍS í síma 560-5000.