VÍS styrkir verkefnið "Dagur rauða nefsins", sem Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna - UNICEF stendur fyrir, með því að kaupa rauð nef handa öllum starfsmönnum. Hugmyndin að baki Degi rauða nefsins er að gleðjast og gleðja aðra, og um leið safna fé fyrir börn sem búa við sára neyð.

Rauður dagur hjá VÍS
Í tilefni þess að við styrkjum málefnið er rautt þema hjá VÍS í dag.


Hvað þýðir stuðningur okkar við Dag rauða nefsins?

 

240 nef: gefa 27.360 börnum sem þjást af ofþornun lífsnauðsynlegar saltupplausnir.

 

240 nef: útvega 136.800 vatnshreinsitöflur sem hver og ein geta hreinsað 4 – 5 lítra af vatni og þannig útvegað börnum heilnæmt drykkjarvatn.

 

240 nef: greiða fyrir HIV-próf fyrir 1.920 börn eldri en 18 mánaða.

 

240 nef: útvegar 720 10 lítra fellanlega vatnsbrúsa, til þess að flytja og geyma vatn.

 

240 nef: útvega 3.120 börnum blýant og stílabók.

 

240 nef: veita 15.600 börnum skammt af A-vítamíni.

 

240 nef: útvega 1.560 börnum teikniblokk og átta vaxliti.

 

240 nef: tryggja að 25.760 börn fái bólusetningu með öruggum hætti með því að útvega einnota sprautunálar.

 

240 nef: bólusetja 9.600 börn gegn mislingum.

 

240 nef: útvega 320 langlíf moskítónet sem úðuð hafa verið með flugnaeitri og vernda þannig fjölskyldur gegn malaríu, en barn lætur lífið af völdum malaríu á 30 sekúndna fresti í Afríku.

 

240 nef: kaupa 80 skyndihjálparkassa sem inniheldur hluti eins og sárabindi, límband, hanska, skæri, teppi, augnsmyrsl og sótthreinsilög svo að hver sem er geti hlúð að einföldum sárum.

 

240 nef: kaupa 1.584 pakka af næringarríku kexi fyrir vannærð börn.

 

240 nef: kaupa 160 ferðakælibox undir bóluefni sem gerir heilbrigðisstarfsfólki það kleift að flytja viðkvæm bóluefni til barna í afskekktum samfélögum.

 

240 nef: útvega 5.760 sippubönd sem eru notuð til að hvetja börn til aukinnar hreyfingar.

 

240 nef: bólusetja 10.800 börn gegn mænusótt.

 

240 nef: útvega 133 fjölskyldum neyðargögn eins og vatnsbrúsa, fötur, sápu og vatnshreinsitöflur.

 

240 nef: útvega 40 skóla-í-tösku með skólagögnum fyrir 1,600 nemendur og einn kennara. Hver nemandi fær grunngögn fyrir góða menntun, skólapoka, reglustiku, tvo blýanta, stílabók, strokleður, yddara og box af trélitum.

Dagur rauða nefsins - frjáls framlög