Vátryggingafélag Íslands hf., VÍS, og Handknattleiksdómarasamband Íslands, HDSÍ, hafa gert með sér samstarfssamning fyrir komandi handknattleikstímabil.

VÍS verður helsti styrktaraðili HDSÍ og munu dómarar bera þeirra merki á dómaratreyjum í leikjum á vegum HSÍ.

Á myndinni má sjá Auði B. Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs VÍS, og Arnar Sigurjónsson varaformann HDSÍ við undirritun samningsins.