Komin er dagskrá Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum fyrir veturinn. Á fyrsta móti deildarinnar verður keppt í smala og fer keppnin fram 28. janúar. Eins og áður verða öll mót nema eitt haldin í Ölfushöllinni. Eina mótið sem ekki verður haldið þar er skeiðmótið en staðsetning þess verður nánar auglýst síðar.

Dagskrá Meistaradeildar VÍS 2010:
Fimmtudagur 28. janúar - Smali - Ölfushöllin
Fimmtudagur 11. febrúar - Fjórgangur - Ölfushöllin
Fimmtudagur 25. febrúar - Slaktaumtölt - Ölfushöllin
Fimmtudagur 11. mars - Gæðingafimi - Ölfushöllin
Fimmtudagur 25. mars - Fimmgangur - Ölfushöllin
Laugardagur 10. apríl - Skeiðmót - staðsetning auglýst síðar
Fimmtudagur 22. apríl - Tölt og flugskeið - Ölfushöllin

Eins og á síðasta ári verða beinar útsendingar á netinu frá öllum mótum 2010 í samstarfi við Hestafréttir.is og jafnframt verða þættir um deildina á RÚV.

Vefur Meistaradeildar VÍS - www.meistaradeildvis.is.