Hoppa yfir valmynd

Vatns­tjóns­trygging

Vatnstjónstrygging er valkvæðunderlinetrygging í lausafjártryggingu og tekur til tjóna vegna vatnsleka sem á upptök sín innan veggja hússins.

Tryggingin bætir

  • Tjón vegna vatns sem óvænt og skyndilega streymir úr leiðslum hússins og á upptök innan veggja hússins.
  • Tjón vegna vatns sem óvænt og skyndilega flæðir frá tækjum sem eru fast tengd leiðslum hússins.
  • Tjóns vegna yfirborðsvatns sem orsakast af skyndilegu úrhelli eða asahláku.
  • Tjóns vegna olíu eða kælivökva sem streymir skyndilega og óvænt úr olíugeymi, olíueldstæði, kæliskáp eða kælikerfi.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón að völdum utanaðkomandi vatns.
  • Tjón að völdum langvarandi raka eða vatnsleka.
  • Tjón að völdum byggingarvinnu eða viðhalds.
  • Tjón að völdum langvarandi olíuleka eða smits.
  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum lausafjártryggingar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar