Hoppa yfir valmynd

Tilkynna misferli

Hafir þú vitneskju eða grun um hugsanlegt misferli sem tengist starfsemi VÍS með einhverjum hætti hvetjum við þig til að láta okkur vita. Þannig getur þú aðstoðað við að upplýsa um brot sem valdið geta viðskiptavinum, félaginu og samfélaginu miklu tjóni.

Allir sem hafa orðið varir við hugsanlegt misferli sem snýr að starfsemi VÍS geta sent inn tilkynningu. Ábending verður að byggja á rökstuddum grun en slíkur grunur þarf þó ekki að vera hafinn yfir allan vafa. Farið verður yfir allar ábendingar sem berast og mál skoðað nánar af misferlisteymi félagsins teljist tilefni til.

Móttaka tilkynninga fer fram í gegnum sérstakt kerfi sem er hannað til að vernda tilkynnanda (uppljóstrara) og þær upplýsingar sem fram koma í tilkynningu. Tilkynnendur eru hvattir til þess að koma fram undir réttu nafni en kerfið veitir þó möguleika á áframhaldandi samskiptum við þá sem kjósa að njóta nafnleyndar. Við höfum sett okkur verklagsreglur sem skjalfesta verklag við meðferð tilkynninga um meint misferli og vernd uppljóstrara.

Athugið! Eftir að þú hefur sent inn tilkynningu birtast skilaboð á skjánum með auðkenni og aðgangsorði. Mikilvægt er að þú skráir þessar upplýsingar hjá þér á öruggan hátt svo þú getir lesið þau skilaboð sem þér berast frá misferlisteymi félagsins. Öllum tilkynningum er svarað.

Hugsanlegt misferli?

Hafðu samband og láttu okkur vita

Tilkynna misferli

Það er samfélagsleg skylda VÍS að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir tryggingasvik. Tryggingasvik geta leitt til hárra og óréttmætra útgjalda sem viðskiptavinir tryggingafélaga bera skaðann af, til dæmis með hærri greiðslu fyrir tryggingar sínar. Til tryggingasvika telst til dæmis að segja ósatt til um atburð eða það að ýkja tjónsatburð, allt í þeim tilgangi að fá greiddar út bætur eða hækkun á bótum og þannig hagnast á tjónsatburði umfram það sem er réttilegt. Hvers kyns aðstoð við slíka iðju getur einnig talist til tryggingasvika og sbr. m.a. 248 gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940 getur brot af þessum toga varðað allt að 6 ára fangelsi. Þar sem tryggingafélög á Íslandi afgreiða tugi þúsunda tjóna á hverju ári hafa mörg mál sem eru ýkt lítillega jafn mikil samfélagsleg áhrif og færri stór mál.

Það er okkur ljúft og skylt að greiða út réttmætar bætur til tjónþola og að tjónþoli fá sitt raunverulega tjón bætt en um leið skylda okkar að sjá til þess að krafan sé réttmæt og til þess höldum við uppi virku eftirliti.