Ábending um meint vátryggingasvik
Félagið mælist til þess að ábendingar séu sendar inn undir nafni nema sérstakar aðstæður og/eða ástæður tilkynnanda mæli gegn því. Upplýsingar um nafn, símanúmer og/eða tölvupóstfang séu skráðar hér á neðan auk upplýsinga um hin meintu vátryggingasvik.
Ef send er inn ábending undir nafni áskilur félagið sér rétt til að hafa samband við tilkynnanda, ef þörf er á til að afla frekari upplýsinga um málið.
Vinsamlegast kynntu þér stefnu VÍS um vátryggingasvik, meðferð persónuupplýsinga og verklagsreglur sem um vátryggingasvikahnappinn gilda áður en þú sendir ábendingu til félagsins.
Vinsamlegast gefið eins ítarlegar upplýsingar og unnt er. Með skýrum og greinargóðum upplýsingum er líklegra að félagið geti brugðist við ábendingunni.
Dæmi um æskilegar upplýsingar um meint vátryggingasvik eru:
- Nafn og heimilisfang þess sem á í hlut.
- Hvenær átti atburður sér stað.
- Almenna lýsingu á atburði ásamt upplýsingum um staðsetningu, bílnúmer og annað sem þú telur máli skipta.