lock search
lock search

Ökutækjatjón

Viðbrögð við ökutækjatjóni

Við vitum að allt getur gerst! Þess vegna er mikilvægt að þú vitir hvernig bregðast á við ef þú lendir í tjóni. Við erum reiðubúin að aðstoða og leiðbeina þegar þú þarft á okkur að halda.

 • Í neyðartilvikum hefur þú strax samband við 112.
 • Ef ekki er um neyðartilvik að ræða snúa fyrstu viðbrögð þín yfirleitt að því að forða frekara tjóni. Hafðu velferð þína og viðstaddra ávallt í huga.
 • Þegar þú hefur brugðist við á vettvangi er næsta skref að tilkynna tjónið til okkar á Mitt VÍS.

Neyðarviðbrögð - Hringdu strax í 112

 • Ef slys verður á fólki.
 • Ef ökutæki eru óökuhæf eða valda hættu.
 • Ef grunur er um umferðarlagabrot, til dæmis ölvunarakstur, hraðakstur eða að ekið hafi verið gegn rauðu ljósi.

Viðbrögð á vettvangi

 • Byrjaðu á því að ganga úr skugga um að allir séu heilir á húfi.
 • Kveiktu á viðvörunarljósum (hazard ljósum).
 • Taktu myndir af vettvangi.
 • Ef vitni eru til staðar mælum við með að þú takir niður nöfn og símanúmer þeirra.
 • Ef ökutækið er ökuhæft skaltu færa það svo það trufli ekki umferð eða skapi hættu fyrir aðra vegfarendur.
 • Ef þú getur ekki fært ökutækið skaltu setja upp viðvörunarþríhyrning í hæfilegri fjarlægð. Ef hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. er hæfilegt að hafa þríhyrninginn 90 metra frá ökutækinu.
 • Ef einungis þú átt þátt í atvikinu er einfalt að tilkynna tjónið á Mitt VÍS.
 • Ef aðrir eiga þátt í atvikinu mælum við með að þú takir niður nöfn og símanúmer þeirra og að þið fyllið út tjónaskýrslu(r) á vettvangi. Við mælum með að þú sért alltaf með tjónaskýrslu í hanskahólfinu.
 • Þú getur tekið mynd af tjónaskýrslunni og látið fylgja með sem viðhengi ef þú tilkynnir tjónið á Mitt VÍS.

Að fylla út tjónaskýrslu

 • Ef tvö ökutæki eiga þátt í atvikinu eiga ökumenn að fylla út eina tjónaskýrslu í sameiningu og skrifa undir framhlið skýrslunnar. Hægt er að fylla út bakhlið skýrslunnar þegar heim er komið. Ökumenn tilkynna svo tjónið til síns tryggingafélags.
 • Ef fleiri en tvö ökutæki eiga þátt í atvikinu þurfa ökumenn að fylla út fleiri tjónaskýrslur og skrifa undir framhlið allra eintaka. Upplýsingar varðandi öll hlutaðeigandi ökutæki verða að koma fram í skýrslunum og staða þeirra, merkt A, B, C, D o.s.frv., verður að koma fram á afstöðumynd. Hægt er að fylla út bakhlið skýrslanna þegar heim er komið. Ökumenn tilkynna svo tjónið til síns tryggingafélags.
 • Þú mátt alls ekki breyta eða bæta við upplýsingum á framhlið tjónaskýrslunnar eftir að hún hefur verið undirrituð.
 • Mikilvægt er að þú skrifir ekki undir tjónaskýrsluna nema að þú sért sammála lýsingu á atvikinu.
 • Þú getur einnig leitað til Aðstoðar & öryggis (arekstur.is) til að fá aðstoð við að fylla út tjónaskýrsluna. Aðstoð & öryggi sérhæfir sig í þjónustu við tryggingafélög og viðskiptavini þeirra sem lenda í umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynntu tjónið

 • Við hvetjum þig til þess að tilkynna tjónið sem fyrst á Mitt VÍS.
 • Þú getur látið myndir og önnur gögn fylgja tjónstilkynningunni.
 • Ítarlegar og góðar upplýsingar í tjónstilkynningunni hraða afgreiðslu málsins.
 • Ef lögregla er kölluð til þarftu að veita okkur samþykki til að afla gagna frá lögreglu í tengslum við tjónið.
 • Slys á fólki skal ávallt tilkynna til okkar.
 • Við bendum þér á að halda vel utan um útlagðan kostnað vegna tjónsins þar til réttur þinn á bótum hefur verið metinn.

Átt þú rétt á bótum?

 • Réttur þinn á bótum er metinn þegar þú hefur tilkynnt tjónið til okkar.
 • Við ráðleggjum þér að bíða eftir því hvort þú fáir tjónið bætt áður en þú tekur næstu skref eins og að panta tíma á verkstæði eða stofna til kostnaðar sem tengist tjóninu.
 • Við getum ekki ábyrgst greiðslu flutnings- og viðgerðarkostnaðar fyrr en búið er að meta bótarétt þinn. Við bendum þér þó jafnframt á að þú fyrirgerir ekki bótarétti þínum ef þú þarft að stofna til kostnaðar til að lágmarka frekara tjón.

Ef tjónið er bætt

 • Getur þú pantað tíma hjá þessum verkstæðum.
 • Ef þú ert með kaskótryggingu og F plús tryggingu áttu rétt á bílaleigubíl, af minnstu gerð, á meðan viðgerð stendur í allt að fimm daga.
 • Ef bætur eru greiddar úr ábyrgðartryggingu ökutækis átt þú rétt á bílaleigubíl af minnstu gerð eða bótum vegna afnotamissis ökutækis, á meðan á eðlilegum viðgerðartíma stendur.
 • Við greiðum ekki fyrir bílaleigubíl né bætur vegna afnotamissis fyrir þann tíma sem viðgerð tefst, til dæmis vegna óvenjulega langs afhendingartíma varahluta.
 • Ef þú átt rétt á bílaleigubíl getur verkstæðið haft milligöngu um að útvega bílinn.
 • Ef ökutæki er ekki viðgerðarhæft eftir tjónið er það greitt út samkvæmt markaðsvirði.
Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.