lock search
lock search

Líf- og heilsutjón

Við vitum að lífið getur tekið óvænta stefnu. Ef slys, veikindi eða andlát ber að garði vonum við að þessar upplýsingar komi sér vel. Við erum reiðubúin að aðstoða og leiðbeina þegar þú þarft á okkur að halda.


Neyðarviðbrögð - Hringdu strax í 112

 • Ef um alvarleg slys eða skyndileg veikindi er að ræða.
 • Ef þig grunar að um lögbrot sé að ræða, til dæmis líkamsárás.

Tilkynntu atvikið

 • Þú getur tilkynnt veikindi, slys og andlát á Mitt VÍS. Við hvetjum þig til að tilkynna atvikið sem fyrst.
 • Þú verður að tilkynna sérstaklega slys á fólki í kjölfar umferðarslysa til okkar.
 • Ef um vinnuslys er að ræða þarf vinnuveitandi að tilkynna slysið til lögreglu og Vinnueftirlitsins eins fljótt og hægt er.
 • Við bendum þér á að halda vel utan um greiðslukvittanir fyrir útlögðum kostnaði þar til réttur þinn á bótum hefur verið metinn. Við tökum af­stöðu til lækn­is­kostnaðar, lyfja­kostnaðar og kostnaðar vegna sjúkraþjálf­un­ar.
 • Dánarvottorð þarf að fylgja með umsókn um dánarbætur úr líftryggingu. Einnig þarf að skila inn gögnum frá sýslumanni um framvindu skipta, ásamt tryggingarskírteininu.
 • Ítarlegar og góðar upplýsingar í tilkynningunni hraða afgreiðslu málsins.
 • Okkur er annt um öryggi gagna þinna. Þú getur afhent okkur persónuupplýsingar með öruggum hætti í gegnum Gagnagátt VÍS. Til þess að nýta Gagnagáttina verður þú að vera með rafræn skilríki. Í gegnum gagnagáttina getur þú miðlað heilsufarsupplýsingum sem tengjast líf- og heilsutjónum einstaklinga, s.s. gögn vegna slysa, veikinda eða andláts.

Átt þú rétt á bótum?

 • Réttur þinn á bótum er metinn þegar þú hefur tilkynnt atvikið til okkar og okkur hafa borist viðeigandi læknisfræðileg gögn.
 • Ef þú átt rétt á bótum getur þú lagt fram útlagðan sjúkrakostnað til okkar.
Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.