Líf- og heilsutjón
Við vitum að lífið getur tekið óvænta stefnu. Ef slys, veikindi eða andlát ber að garði vonum við að þessar upplýsingar komi sér vel. Við erum reiðubúin að aðstoða og leiðbeina þegar þú þarft á okkur að halda.
Neyðarviðbrögð - Hringdu strax í 112
- Ef um alvarleg slys eða skyndileg veikindi er að ræða.
- Ef þig grunar að um lögbrot sé að ræða, til dæmis líkamsárás.
Tilkynntu atvikið
- Þú getur tilkynnt veikindi, slys og andlát á Mitt VÍS. Við hvetjum þig til að tilkynna atvikið sem fyrst.
- Þú verður að tilkynna sérstaklega slys á fólki í kjölfar umferðarslysa til okkar.
- Ef um vinnuslys er að ræða þarf vinnuveitandi að tilkynna slysið til lögreglu og Vinnueftirlitsins eins fljótt og hægt er.
- Við bendum þér á að halda vel utan um greiðslukvittanir fyrir útlögðum kostnaði þar til réttur þinn á bótum hefur verið metinn. Við tökum afstöðu til lækniskostnaðar, lyfjakostnaðar og kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar.
- Dánarvottorð þarf að fylgja með umsókn um dánarbætur úr líftryggingu. Einnig þarf að skila inn gögnum frá sýslumanni um framvindu skipta, ásamt tryggingarskírteininu.
- Ítarlegar og góðar upplýsingar í tilkynningunni hraða afgreiðslu málsins.
Átt þú rétt á bótum?
- Réttur þinn á bótum er metinn þegar þú hefur tilkynnt atvikið til okkar og okkur hafa borist viðeigandi læknisfræðileg gögn.
- Ef þú átt rétt á bótum getur þú lagt fram útlagðan sjúkrakostnað til okkar.