lock search
lock search

Húseignatjón

Við vitum að allt getur gerst! Þess vegna er mikilvægt að þú vitir hvernig bregðast á við ef þú lendir í tjóni. Við erum reiðubúin að aðstoða og leiðbeina þegar þú þarft á okkur að halda.

 • Í neyðartilvikum hefur þú strax samband við 112.
 • Ef ekki er um neyðartilvik að ræða snúa fyrstu viðbrögð þín yfirleitt að því að forða frekara tjóni. Hafðu velferð þína og viðstaddra ávallt í huga.
 • Þegar þú hefur brugðist við á vettvangi er næsta skref að tilkynna tjónið til okkar á Mitt VÍS.

Neyðarviðbrögð - Hringdu strax í 112

 • Ef um stærri eignatjón er að ræða, til dæmis stórbruna, mikið vatnstjón eða tjón af völdum óveðurs.
 • Ef þig grunar að um lögbrot sé að ræða, til dæmis innbrot eða skemmdarverk.

Viðbrögð á vettvangi

 • Reyndu að koma í veg fyrir frekara tjón og takmarka það sem þegar hefur orðið ef þú hefur möguleika á því.
 • Ef um vatnstjón er að ræða þarftu að skrúfa fyrir vatnsinntakið til að koma í veg fyrir frekara tjón. Kallaðu eftir aðstoð ef þess þarf.
 • Í neyðartilvikum getur þú haft samband við okkur hvenær sem er í síma 560 5000 og við leiðbeinum þér um næstu skref.
 • Við mælum með að þú takir myndir af vettvangi.

Tilkynntu tjónið

 • Við hvetjum þig til þess að tilkynna tjónið sem fyrst á Mitt VÍS.
 • Þú getur látið myndir og önnur gögn fylgja tjónstilkynningunni.
 • Ítarlegar og góðar upplýsingar í tjónstilkynningunni hraða afgreiðslu málsins.
 • Við bendum þér á að halda vel utan um útlagðan kostnað vegna tjónsins þar til réttur þinn á bótum hefur verið metinn.

Átt þú rétt á bótum?

 • Réttur þinn á bótum er metinn þegar þú hefur tilkynnt tjónið til okkar.
 • Við ráðleggjum þér að bíða eftir því hvort þú fáir tjónið bætt áður en þú tekur næstu skref eða stofnar til kostnaðar sem tengist tjóninu.
 • Við getum ekki ábyrgst greiðslu viðgerðarkostnaðar fyrr en búið er að meta bótarétt þinn. Við bendum þér þó jafnframt á að þú fyrirgerir ekki bótarétti þínum ef þú þarft að stofna til kostnaðar til að lágmarka frekara tjón.

 

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.