lock search
lock search

Ferðatjón

Við vitum að allt getur gerst! Þess vegna er mikilvægt að þú vitir hvernig bregðast á við ef þú lendir í tjóni. Við erum reiðubúin að aðstoða og leiðbeina þegar þú þarft á okkur að halda.

 • Í neyðartilvikum hefur þú strax samband við 112.
 • Ef ekki er um neyðartilvik að ræða snúa fyrstu viðbrögð þín yfirleitt að því að forða frekara tjóni. Hafðu velferð þína og viðstaddra ávallt í huga.
 • Þegar þú hefur brugðist við á vettvangi er næsta skref að tilkynna tjónið til okkar á Mitt VÍS.

Neyðarviðbrögð - Hafðu samband við SOS International

 • Í neyðartilvikum sem varða slys eða ófyrirséð og alvarleg veikindi hefur þú samband við SOS International í síma 0045-7010-5050 eða með því að senda tölvupóst á: sos@sos.dk.
 • Tilkynntu strax þjófnað eða rán til lögreglu í viðkomandi landi og til fararstjóra ef þess ber undir. Það er nauðsynlegt að þú skilir afriti af öllum skýrslum til okkar við heimkomu.

Forföll

 • Ef þú kemst ekki í fyrirhugaða ferð gætir þú átt rétt á endurgreiðslu á fyrirframgreiddum kostnaði vegna ferðarinnar.
 • Þú þarft að byrja á því að tilkynna forföllin til ferðasala og kanna rétt þinn á endurgreiðslu.
 • Einfalt er að tilkynna forfallatjón á Mitt VÍS. Við hvetjum þig til að tilkynna tjónið sem fyrst. Þú getur látið önnur gögn, svo sem ferðagögn, fylgja með tjónstilkynningunni.

Það sem þú þarft að leggja fram með tjónstilkynningunni er:

Ferðatöf

 • Ef verkfallsaðgerðir, óhagstæð veðurskilyrði eða vélarbilun valda töfum á ferð og seinki komu þinni á áfangastað getur þú átt rétt á bótum.
 • Einfalt er að tilkynna ferðatöf á Mitt VÍS. Við hvetjum þig til að tilkynna tjónið sem fyrst. Þú getur látið gögn, svo sem ferðagögn, fylgja með tjónstilkynningunni.

Það sem þú þarft að leggja fram með tjónstilkynningunni er:

 • Flugmiði eða ferðagögn.
 • Skrifleg staðfesting frá flutningsaðila þar sem orsök og tímalengd tafar koma skýrt fram.

Far­ang­ur

 • Ef farangur skilar sér ekki eftir flug eða skemmist í flugi þarftu að fylla út PIR eyðublað (Property Irregularity Report) á flugvellinum. Afritið lætur þú svo fylgja með þegar þú tilkynnir tjónið til okkar.
 • Nauðsynlegt er að þú framvísir sönnun um skemmda muni t.d. ljósmyndum.
 • Þú þarft að gera lista yfir muni sem skemmdust og taka fram verðmæti þeirra.
 • Þú gætir þurft að sýna fram á verðmæti muna með greiðslukvittunum.
 • Við hvetjum þig til þess að tilkynna tjónið sem fyrst á Mitt VÍS. Þú getur látið gögn, svo sem reikninga, myndir og skýrslur fylgja með tjónstilkynningunni.

Það sem þú þarft að leggja fram með tjónstilkynningunni er:

 • Flugmiði eða ferðagögn.
 • Afrit af PIR eyðublaði (Property Irregularity Report).
 • Greiðslukvittun vegna útlagðs kostnaðar ef við á.
 • Lögregluskýrsla ef við á.

Slys eða veik­indi erlendis

 • Ef þú veikist eða slasast erlendis skaltu leita strax aðstoðar læknis og/eða fararstjóra.
 • Ef um minniháttar slys eða veikindi er að ræða greiðir þú kostnað við aðhlynningu á staðnum.
 • Ef um alvarleg slys eða ófyrirséð og alvarleg veikindi er að ræða hefur þú samband við SOS International sem upplýsir þig um næstu skref.
 • Sýndu Evr­ópska sjúkra­trygg­ing­ar­kortið ef leitað er aðstoðar læknis innan EES. Kortið gildir eingöngu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis EES landa.
 • Við hvetjum þig til þess að tilkynna tjónið sem fyrst á Mitt VÍS . Þú getur látið gögn, svo sem reikninga, myndir og skýrslur fylgja með tjónstilkynningunni.
 • Það er nauðsynlegt að þú geymir alla reikninga og framvísir þeim þegar þú tilkynnir tjónið til okkar.

Það sem þú þarft að leggja fram með tjónstilkynningunni er:

 • Flugmiði eða ferðagögn.
 • Sjúkragögn t.d. læknisvottorð.
 • Greiðslukvittun vegna útlagðs kostnaðar.
 • Lögregluskýrsla ef við á.

Tjón á bílaleigubíl erlendis

 • Ef þú lendir í því að bílaleigubíll sem þú ert með á leigu erlendis verður fyrir tjóni byrjar þú á því að tilkynna tjónið til bílaleigunnar.
 • Í kjölfarið hvetjum við þig til þess að tilkynna tjónið sem fyrst á Mitt VÍS.
 • Í tilkynningunni til okkar þarftu að skrá símanúmer og netfang hjá þeim sem sér um tjónið hjá bílaleigunni ef við þurfum frekari upplýsingar vegna tjónsins.

Það sem þú þarft að leggja fram með tjónstilkynningunni er:

 • Flugmiði eða ferðagögn.
 • Afrit af leigusamningi.
 • Tjónaskýrsla eða lögregluskýrsla.
 • Viðgerðarmat bílaleigunnar.
 • Staðfesting á greiðslum vegna tjónsins ef þær hafa farið fram.

Átt þú rétt á bótum?

 • Réttur þinn á bótum er metinn þegar þú hefur tilkynnt tjónið til okkar.
 • Við getum ekki ábyrgst greiðslu tjónskostnaðar fyrr en búið er að meta bótarétt þinn. Við bendum þér þó jafnframt á að þú fyrirgerir ekki bótarétti þínum ef þú þarft að stofna til kostnaðar til að lágmarka frekara tjón.
Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.