lock search
lock search

Tjónagrunnur

Tjóna­grunn­ur er sam­eig­in­leg­ur gagna­grunn­ur skaðatrygg­inga á Íslandi. Grunn­ur­inn er rek­inn af Cred­it­in­fo sam­kvæmt heim­ild Per­sónu­vernd­ar í þeim til­gangi að stemma stigu við vá­trygg­inga­svik­um og of­greiðslu vá­trygg­inga­bóta.

Hver er ábyrgðaraðili og vinnsluaðili?

Vá­trygg­inga­fé­lög­in eru hvert um sig ábyrgðaraðili þeirra tjóna­upp­lýs­inga sem þau skrá í grunn­inn. Cred­it­in­fo er vinnsluaðili.

Hvaða upp­lýs­ing­ar eru skráðar í tjóna­grunn­inn?

Öll til­kynnt tjón eru skráð í tjóna­grunn­inn fyr­ir utan líf-og sjúk­dóma­til­kynn­ing­ar og tjón sem börn yngri en 15 ára verða fyr­ir. Ein­göngu má skrá eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­ar í tjóna­grunn­inn:

  • Nafn vátryggingafélags.
  • Kennitala tjónþola.
  • Númer máls hjá félagi.
  • Tegund vátryggingar.
  • Tegund tjóns.
  • Dagsetning tjóns.
  • Dagsetning skráningar í tjónagrunn.
  • Staðsetning tjóns.
  • Einkvæmt númer hins tryggða s.s. skráningarnúmer ökutækis, fastanúmer fasteignar o.fl.
  • Óheim­ilt er að skrá í tjóna­grunn upp­lýs­ing­ar um ein­stök heilsu­fars­leg atriði í tengsl­um við lík­ams­tjón.

Hvernig má nota tjóna­grunn­inn?

Til­gang­ur tjóna­grunns­ins er að stemma stigi við vá­trygg­inga­svik­um og of­greiðslu vá­trygg­inga­bóta. Óheim­ilt er að nota upp­lýs­ing­ar úr tjóna­grunn­in­um í markaðs-og/​eða viðskipta­leg­um til­gangi.

Hverj­ir hafa aðgang að tjóna­grunn­in­um?

Ein­göngu þeir starfs­menn vá­trygg­inga­fé­laga sem skrá tjón og vinna við tjóna­upp­gjör hafa aðgang að upp­lýs­ing­um í tjóna­grunn­in­um.

Varðveislu­tími

Upp­lýs­ing­um úr grunn­in­um er eytt út þegar ekki ger­ist leng­ur þörf á þeim, en í síðasta lagi 10 árum frá skrán­ingu upp­lýs­inga í tjóna­grunn­inn. Hægt er að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um upp­flett­ing­ar í tjóna­grunn­in­um á „Mín­um síðum“ hjá Cred­it­in­fo. Fyr­ir­spurn­um og at­huga­semd­um vegna upp­flettinga og rangra upp­lýs­inga skal beina til Cred­it­in­fo.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.