lock search
lock search

Skaðabótaréttur

Samkvæmt íslenskum rétti bera menn ábyrgð á því tjóni, sem þeir valda öðrum með ólögmætum og saknæmum hætti. Þannig bera menn skaðabótaábyrgð vegna tjóns, sem valdið er fyrir mistök eða vanrækslu. Þegar bótaskylda verður rakin til brots á samningi, t.d. kaup- eða leigusamningi, er rætt um skaðabótaskyldu innan samninga. Hins vegar getur stofnast til skaðabótaskyldu í fjölmörgum tilvikum, án þess að samningi sé til að dreifa. Dæmi slíks er þegar menn af gáleysi valda öðrum líkamstjóni eða skemma eigur annarra. Er þá talað um skaðabótaskyldu utan samninga. Íslenskur skaðabótaréttur utan samninga studdist löngum að mestu við ólögfestar reglur. Þó má nefna í þessu sambandi löggjöf um svonefnda skaðsemisábyrgð, þ.e. lög nr. 25/1991. Lög um skaðsemisábyrgð (product liability) gilda um skaðabótaábyrgð framleiðenda og dreifingaraðila á tjóni, sem hlýst af ágalla vöru, sem þeir hafa framleitt eða dreift (skaðsemistjón). Ábyrgðin tekur til tjóns, sem rakið verður til hættulegra eiginleika vörunnar, en tekur hins vegar ekki til skemmda eða galla á vörunni sjálfri. Um það efni gildir svonefndur kauparéttur (lög um lausafjárkaup). Það var ekki fyrr en á árinu 1993, að hér á landi voru sett almenn skaðabótalög, þ.e. lög nr. 50/1993. 

Almenna skaðabótareglan

Höfuðregla íslensks réttar um skaðabótaskyldu utan samninga er hin svonefnda almenna skaðabótaregla, sem orðið hefur til við úrlausnir dómstóla. Regla þessi hefur verið orðuð svo: "Sá, sem með ólögmætri og saknæmri athöfn eða athafnaleysi bakar öðrum manni tjón, skal bæta honum það tjón, sem telja má sennilega afleiðingu athafnarinnar eða athafnaleysisins."

Samkvæmt reglunni er gert ráð fyrir að um saknæma athöfn, þ.e. sök, sé að ræða af hendi tjónvalds. Með "sök" er í skaðabótarétti átt við þau verk, sem unnin eru af ásetningi og gáleysi. Íslenskir dómstólar beita almennu skaðabótareglunni t.d. um vinnuslys. Við sakarmatið styðjast þeir m.a. við ákvæði í settum lögum og opinberum fyrirmælum, t.d. lög og reglugerðir um aðbúnað og öryggi á vinnustöðum, ásamt venjum, sem skapast hafa um framkvæmd hinna ýmsu starfa (fagvenjur).

Húsbóndaábyrgðarreglan

Engin almenn ákvæði eru í íslenskri löggjöf um ábyrgð vinnuveitanda á tjóni, sem starfsmenn hans valda. Samt sem áður hefur sú regla orðið til, aðallega vegna úrlausna dómstóla, að vinnuveitandinn beri ábyrgð á því tjóni, sem starfsmaður hans vinnur með saknæmum og ólögmætum hætti við framkvæmd starfa síns. Húsbóndaábyrgðarreglan tekur til tveggja aðila, húsbónda og starfsmanns. Ákveðið samband þarf að vera milli þessara tveggja aðila, svo að reglunni verði beitt. Vinnuveitandi hefur verið talinn hver sá, sem lætur annan vinna verk í sína þágu. Skiptir þá ekki máli með hvaða hætti starfsmaður er ráðinn, hvort hann er launaður eða ekki. Hins vegar þarf að vera þannig samband milli aðilanna, að vinnuveitandinn hafi starfsdrottinvald yfir starfsmanni. Það þýðir rétt til að ráða og víkja starfsmanni og segja honum fyrir verkum hvað varðar framkvæmd og tilhögun verks. Ábyrgð vinnuveitanda nær á hinn bóginn ekki til aðila, sem ráðnir eru með það fyrir augum að þeir hafi sjálfdæmi um framkvæmd verks, svokallaðir sjálfstæðir verktakar. Hér kemur fram sá munur, sem er á vinnusamningi og verksamningi. Íslenskir dómstólar hafa í nokkrum tilvikum hafnað húsbóndaábyrgð á þeim forsendum, að starfsmaður hafi verið sjálfstæður verktaki. Hérlendis tíðkast, að þegar starfsmenn eins og sama vinnuveitanda valda hver öðrum tjóni, er vinnuveitandanum stefnt og ábyrgð hans grundvölluð á húsbóndaábyrgðarreglunni.

Hlutlægar ábyrgðarreglur

Þegar til bótaskyldu stofnast án sakar er talið um hlutlæga ábyrgð (objektiv ábyrgð). Dæmi um hlutlæga ábyrgð eru bótareglur umferðarlaga og lög um skaðsemisábyrgð.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.