Hoppa yfir valmynd

Slysa­trygging

Slysatrygging tryggir þér bæturunderlinevegna tannbrota og varanlegrar læknisfræðilegrar örorku í kjölfar slyss. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum hvort sem slys verður við vinnu eða í frítíma.

Nánari upplýs­ingar um slysa­trygg­ingu

Þú getur einnig keypt eftirfarandi viðbætur við trygginguna:

  • Dagpeningar. Tryggja greiðslur til þín vegna tímabundins missis starfsorku.
  • Dánarbætur. Tryggir aðstandendum dánarbætur í kjölfar slyss.
  • Sérstök áhætta. Sértrygging vegna slysa sem verða í keppnisíþróttum eða við iðkun sérstaklega áhættusamra íþrótta eða tómstunda.

Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem er tryggður og gerist án vilja hans. Við meiðslum á útlimum er þess þó eingöngu krafist að um skyndilegan atburð sé að ræða sem veldur meiðslum á líkama þess sem er tryggður og gerist án vilja hans.

Nánari upplýsingar um slysatryggingu

Tryggingin greiðir

  • Örorkubætur vegna slyss sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku.
  • Bætur vegna slyss sem leiðir til tannbrots.
  • Dagpeninga vegna slyss sem leiðir til tímabundins missis starfsorku.
  • Dánarbætur vegna slyss sem leiðir til andláts.

Tryggingin greiðir ekki

  • Bætur vegna slyss sem verður í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir í keppni í hvers konar íþróttum.
  • Bætur vegna slyss sem verður í akstursíþróttum.
  • Bætur vegna slyss sem verður í köfun með súrefniskút og fríköfun án súrefnis á meira dýpi en 10 metrar.
  • Bætur vegna slyss sem verður í fjallgöngu af hvaða tegund sem er í yfir 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Þarftu meiri vernd?

Líftrygging

Líftrygging tryggir hag þeirra sem treysta á þig. Tryggingarfjárhæðin er greidd út ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur.

Lesa meira

Sjúkdómatrygging

Enginn býst við því að missa heilsuna vegna alvarlegra veikinda en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Sjúkdómatrygging er fjárhagsleg vernd og tryggir þér bætur ef þú greinist með einhvern þeirra sjúkdóma sem tryggingin nær yfir.

Lesa meira

Sjúkratrygging

Sjúkratrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með sjúkdóm sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Ert þú með slysa­trygg­ingu?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við slysi? Þarftu að tilkynna slys?

Getum við aðstoðað?

Viðbrögð við líf- og heilsutjóni

Tilkynna slys
Ert þú með slysatryggingu?
Forvarnir
Heilsa

Svefn og hvíld

Reglu­leg­ur svefn og hvíld er okkur lífs­nauðsyn­leg. Þótt hægt sé að stofna til skamm­tíma­skuld­ar í þess­um efn­um geng­ur það ekki til lengd­ar. At­hygl­in skerðist, lífs­gæði versna, þol­in­mæði minnk­ar, slysa­hætta eykst og and­leg líðan versn­ar svo eitt­hvað sé nefnt. En fólk þarf mis­mik­inn svefn. Börn á grunn­skóla­aldri þurfa alla jafna átta til ell­efu tíma svefn en full­orðnir sjö til níu klukku­stund­ir og stytt­ist gjarn­an eft­ir því sem fólk eld­ist. Svefn­inn get­ur verið mis­góður og velt­ur m.a. á hug­ar­ástandi okk­ar. Hann skipt­ist í nokk­ur stig og á nótt­unni flökk­um við á milli þeirra. Svefn­inn er mis­djúp­ur á hverju stigi og mis­mun­andi hvort okk­ur dreym­ir, hversu djúpt við önd­um, hversu mik­il vöðvaspenn­an er og hversu auðvelt er að vekja okk­ur.
Lesa meira

Ef þú ert með líf- og heilsutryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText