Spurt og svarað

Hvernig safna ég Vildarpunktum hjá VÍS?
Til að safna Vildarpunktum í gegnum F plús tryggingu ferðu inn á Mitt VÍS á vef VÍS og velur Vildarpunktar Icelandair. Þar þarf að samþykkja skilmála og óska eftir því að safna vildarpunktum. Ef þú ert ekki nú þegar félagi í Icelandair Saga Club þá skráum við þig í klúbbinn. Framvegis færðu þá Vildarpunkta inn á reikninginn þinn í hvert skipti sem þú greiðir tryggingar þínar hjá VÍS.

Hvað safna ég mörgum Vildarpunktum?
Vildarpunktar Icelandair nema 1% af iðgjöldum viðskipavinar hjá VÍS og koma til viðbótar við annan afslátt. Saga Club félagar fá þannig 10 Vildarpunkta fyrir hverjar 1.000 krónur af öllum greiddum iðgjöldum hjá VÍS.

Hvenær byrja ég að safna Vildarpunktum?
Ef þú er með gilda F plús trygg­ingu, samþykk­ir skil­mál­ann á Mitt Vís og ert í Saga Club hefst söfn­un strax í þeim mánuði sem þú skráir þig. Ef þú skráir þig t.d. í ágúst mánuði fást punktar fyrir þær greiðslur sem berast í ágúst og allar greiðslur þar eftir. Þeir sem ekki eru í Saga Club skrá sig í klúbb­inn með því að samþykkja skil­mál­ana á Mitt VÍS.

Ef við erum fleiri en eitt í heimili safnast þá Vildarpunktarnir allir inn á einn reikning?
Vildarpunktarnir færast á kennitölu þess sem skráður er fyrir tryggingunum. Á vef Icelandair er hægt að millifæra Vildarpunkta á milli reikninga gegn vægu gjaldi.

Nú er ég bara með F plús en ekki maki minn, söfnum við samt sem áður bæði Vildarpunktum?
Já hjón safna bæði vildarpunktum um leið og F plús trygging hefur verið tekin fyrir fjölskylduna. Hjón/sambýlisfólk safna þó alltaf vildarpunktum hvort um sig vegna iðgjalda af tryggingum sem þau eru skráð fyrir óháð greiðanda.

Hvernig veit ég hvort ég sé nú þegar að safna Vildarpunktum?
Þú getur hringt í þjónustuver Icelandair í síma 5050 100 eða farið inn á www.sagaclub.is og valið týnt notendanafn og lykilorð. Þar geturðu valið að setja inn kennitöluna þína og fengið notendanafn og lykilorð sent í heimabanka. Einnig er hægt að fá send notendanöfn og lykilorð á netfangið sem er skráð hjá Icelandair. Inn á Saga Club reikningi hvers og eins er hægt að skoða Vildarpunktastöðu.

Ég er ekki félagi hjá Icelandair Saga Club?
Ef þú ert ekki nú þegar félagi þá skráum við þig í klúbbinn í gegnum Mitt VÍS. Þar þarf að samþykkja skilmála og í framhaldi sendir Icelandair þér notendanafn og lykilorð í heimabanka.

Í hvað er hægt að nýta Vildarpunktana sem ég safna?
Vildarpunkta er hægt að nýta í flug eða gjafabréf hjá Icelandair, kaupa mat eða varning um borð, í hótelgistingu um allan heima, bílaleigubíl og gjafabréf hjá Amazon svo nokkuð sé nefnt.

Hvar sé ég Vildarpunktastöðuna mína? 
Alltaf er hægt að fara inná Mitt Vís og sjá Vildarpunktastöðuna og sjá hversu marga Vildarpunkta þú hefur safnað vegna viðskipta við VÍS. Einnig er hægt að skoða Vildarpunktastöðuna á www.sagaclub.is með því að skrá sig inn á sinn Saga Club reikning. 

Ég sé ekki að Vildarpunktar fyrir viðskiptin mín séu komnir inn á reikninginn minn, hvert sný ég mér?
Hefur samband við einstaklingþjónustu VÍS og ráðgjafar leysa úr þínum málum.

Hvenær koma Vildarpunktar frá VÍS inn á reikninginn minn?
Í lok hvers mánaðar birtast Vildarpunktarnir á Saga Club reikningnum sem veittir eru í hverju mánuði, sem og heildarstaðan.

Ég var að færa mig frá VÍS yfir til annars tryggingafyrirtækis, fæ ég samt Vildarpunkta?
Um leið og þú færir viðskipti þín til annars tryggingarfélags hættir þú að safna Vildarpuntkum. Þú heldur áunnum punktum og færð Vildarpunkta vegna þeirra iðgjalda sem þú kannt að greiða áfram hjá VÍS.

Ég var að færa mig til VÍS frá öðru tryggingarfyrirtæki, hvenær byrja ég að safna Vildarpunktum?
Um leið og þú byrjar að greiða iðgjöld hjá VÍS, hefur óskað eftir að safna Vildarpunktum, ert með F plús og í Saga Club koma punktarnir inn á Saga Club reikninginn þinn.

Hverjir geta safnað Vildarpunktum vegna viðskipta sinna við VÍS?
Einstaklingar með F plús tryggingu í gildi hjá VÍS geta safnað Vildarpunktum. Þeir þurfa að vera skráðir í Icelandair Saga Club en einnig þarf að skrá sig inn á Mitt VÍS og samþykkja viðeigandi skilmála þar.

Hvernig get ég fylgst með þeim Vildarpunktum sem ég safna sem viðskiptavinur VÍS?
Alltaf er hægt að skoða punktasöfnunina á vef Saga club Icelandair og sjá hve marga Vildarpunkta viðskiptin við VÍS hafa gefið af sér. Einnig er hægt að sjá heildarstöðuna á Mitt VÍS.

Á hvað löngum tíma fyrnast punktarnir?
Á fjórum árum, þ.e. almanaksárið.

Hvað ef ég er ekki meðlimur í Icelandair Saga Club?
Allir einstaklingar 12 ára og eldri getað sótt um aðild að Icelandair Saga Club með því að hafa samband við Icelandair eða þú skráist sjálfkrafa í klúbbinn með því að samþykkja viðeigandi skilmála á Mitt VÍS.

Hvað eru greidd iðgjöld?
Greidd iðgjöld miðast við hvað viðskiptavinir greiða fyrir tryggingar og bílstóla; ekki eigin áhættur eða vaxtakostnað.

Ef ég er ekki með heimabanka get ég þá ekki safnað vildarpunktum?
Ef þú er ekki með heimabanka til að fá sent lykilorð til að komast inná „Mitt VÍS“ getur þú haft samband við einstaklingsþjónustu VÍS sem aðstoðar þig við að koma söfnuninni í gang.

Til baka

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband

Við vilj­um heyra frá þér

bell

Getum við aðstoðað?

Sendu okk­ur fyr­ir­spurn, ábend­ingu, hrós eða kvört­un. Hafðu sam­band og við leys­um málið.

chat

Netspjallið

Góð leið til að fá þjón­ustu hratt og ör­ugg­lega. Þjón­ustu­full­trú­ar okk­ar svara frá 9.00 til 16.00 alla virka daga.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Þjón­ustu­skrif­stof­ur VÍS er að finna víða um land. Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér.

Sjá þjónustuskrifstofur