Viðbótarbrunatrygging
Ef þú telur að brunabótamat fasteignarinnar endurspegli ekki kostnað við endurbyggingu tekur viðbótabrunatryggingin á því. Æskilegt er að tryggingarfjárhæðin dugi til að koma eigninni að fullu í fyrra horf eftir bruna.
Í HNOTSKURN
Viðbótabrunatrygging tryggir þann mismun sem kann að vera milli brunabótamats og endurbyggingarkostnaðar.
Er eignin þín nægilega vel tryggð?
- Endurbygging á húsnæði getur verið mismunandi milli eigna.
- Til viðmiðunar má gera ráð fyrir 350.000 til 400.000 kr. per fm fyrir íbúðarhúsnæði.
Í hvaða tilfellum á viðbótarbrunatrygging við?
- Ef þú telur að brunabótamat sé lægra en endurbyggingarkostnaður húsnæðis.
- Ef um miklar endurbætur á húsnæði er að ræða sem ekki hafa leitt til hærra mats hjá Þjóðskrá Íslands.
- Algengt er að bankastofnanir krefji lántakendur um staðfestingu á viðbótarbrunatryggingu ef upphæð lánsfjárhæðar er hærri en brunabótamat eignar.
Skilyrði til bóta er að tjón sé umfram það sem lögboðna brunabótamatið segir til um.