lock search
lock search

Húseigendatrygging íbúðarhúsnæðis

Húseigendatrygging íbúðarhúsnæðis veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á húseigninni. Oft á tíðum eru þessi tjón mjög kostnaðarsöm og þeim fylgja mikil óþægindi.

Tjón úr húseigendatryggingu eru mun fleiri á hverju ári en tjón vegna bruna og er kostnaður þeirra umtalsvert meiri.

Í HNOTSKURN

 • Bætir tjón á húseigninni sjálfri og því sem er naglfast í húseigninni. Tekur til tjónsatburða sem tengjast þér sem húseigenda.

Innifalið:

 • Húseignin og afnotamissir íbúðarhúsnæðis
  Bætir tjón á húseigninni sjálfri og venjulegra fylgihluta hennar að því gefnu að þeir séu innifaldir í brunabótamati hennar skv. matsreglum Fasteignaskrár Íslands.
  Félagið greiðir bætur vegna afnotamissis íbúðarhúsnæðis þegar íbúðarhúsnæði skemmist af eldsvoða eða bótaskyldum tjónsatburði úr húseigendatryggingunni.

  Dæmi um tjón sem bætt eru úr húseigendatryggingu má nefna:
 • Tjón vegna vatnsleka frá lögnum
 • Tjón vegna innbrota eða innbrotstilrauna.
 • Tjón vegna rúðubrota.
 • Tjón vegna brots á innréttingum hreinlætistækjum og keramikhelluborðum.
 • Ábyrgðartrygging húseigenda
  Hlutverk ábyrgðartryggingar er að greiða skaðabætur fyrir vátryggðan ef hann hefur bakað sér skaðabótaábyrgð, að því leyti sem tjónþoli á ekki að bera tjón sitt sjálfur vegna meðsakar eða meðábyrgðar, og einnig greiða kostnað sem vátryggður verður fyrir ef skaðabótakrafa er gerð á hendur honum.

  Samkvæmt íslenskum lögum bera menn skaðabótaábyrgð á tjóni sem þeir valda öðrum með saknæmum og ólögmætum hætti. Þessi regla er nefnd sakarregla og er grundvallarregla í íslenskum rétti. Ef sá sem sóttur er til greiðslu skaðabóta á ekki sök á tjóninu ber hann almennt ekki skaðabótaábyrgð
 • Málskostnaðartrygging
  Hlutverk málskostnaðartryggingarinnar er að greiða málskostnað vegna ágreinings í einkamálum. Það er skilyrði vátryggingarverndar að óskað sé aðstoðar lögmanns. Lögmaðurinn skal tilkynna félaginu þegar hann hefur tekið að sér málið áður en frekar er aðhafst í því. Lögmaðurinn getur þó framkvæmt það í málinu sem ekki þolir bið. Félaginu ber skylda til að tilkynna vátryggðum hvort málið falli undir málskostnaðartrygginguna eftir að fullnægjandi upplýsingar hafa borist um málið.

Til baka

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.