lock search
lock search

Hlífðarbúnaðartrygging

Tryggingin bætir skemmdir sem verða á hlífðarbúnaðinum sjálfum m.a. í tengslum við notkun bifhjóls.

Tryggingin bætir tjón á hlífðarbúnaði vegna óhappa í tengslum við notkun bifhjólsins, þjófnaðar v/ innbrots, vatns- og brunatjóna. Verði vátryggingartaki eða fjölskylda hans með sama lögheimili á Íslandi fyrir óhappi á bifhjóli bætir hlífðarbúnaðartrygging tjón á hlífðarbúnaði. Engu máli skiptir í því tilliti hvort líkamstjón hafi átt sér stað eða ekki.

Hlífðarbúnaðartrygging bætir ekki tjón sem verður í tengslum við notkun á klifurhjóli, krossara og torfæruhjóli, en bætir þó tjón af völdum þjófnaðar v/ innbrots, auk vatns- og brunatjóna. Iðgjald er með helmings afslætti fyrir þessa flokka.

Hámarks vátryggingarfjárhæð tryggingarinnar er 450.000 kr.

Tryggingin gildir ekki í aksturskeppni.
Eins og margir bifhjólamenn þekkja þá er hlífðarbúnaður ekki alltaf tryggður þegar bifhjólaslys verður. Hlífðarbúnaður er bættur samkvæmt eftirfarandi:

  • Ábyrgðartrygging bifhjóls bætir ávallt tjón á hlífðarbúnaði fyrir farþega hjólsins, sé hann ekki eigandi. 
  • Slysatrygging ökumanns og eiganda bætir tjón á hlífðarbúnaði fyrir ökumann og eiganda ef líkamstjón á sér stað.
  • Fjölskyldutryggingar VÍS bæta tjón á hlífðarbúnaði ef þjófnaður v/ innbrots, vatns- eða brunatjón eiga sér stað á heimili vátryggðs, en aðeins með 2% af vátryggingarfjárhæð. Algengasta hámarksupphæð bóta er 120.000 - 200.000 kr. fyrir auka- og varahluti sem tilheyra vélknúnu ökutæki, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagni eða skemmtibát. Að öðru leyti fellur hlífðarbúnaður ekki undir aðrar fjölskyldu- eða heimilistryggingar.

Hvenær er búnaðurinn ótryggður með öðrum tryggingum en hlífðarbúnaðartryggingu:

  • Ef ökumaður eða eigandi lendir í óhappi sem ekki leiðir til líkamstjóns.
Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Hafðu sam­band og við leys­um málið.

chat

Netspjallið

Góð leið til að fá þjón­ustu hratt og ör­ugg­lega. Þjón­ustu­full­trú­ar okk­ar svara frá 9.00 til 16.00 alla virka daga.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendið ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.