Hoppa yfir valmynd

Hlífð­ar­bún­að­ar­trygging bifhjóla

Algengt er að bifhjólafólkunderlinetryggi hlífðarbúnaðinn sinn því ef til tjóns kemur getur verið mjög kostnaðarsamt að endurnýja þennan búnað.

Nánari upplýs­ingar um hlífð­ar­bún­að­ar­trygg­ingu bifhjóla

Hlífðarbúnaðartrygging bætir tjón á hlífðarbúnaði í tengslum við notkun bifhjóls. Tryggingin bætir einnig tjón á hlífðarbúnaði verði honum stolið í innbroti eða ef hann skemmist í vatns- eða brunatjóni.

Tryggingin gildir fyrir sérhæfðan hlífðarbúnað sem fylgir notkun bifhjóla, það er mótorhjólagalla, hjálma, hanska, hlífar og skó. Tryggingin gildir einnig fyrir fatnað sem þú klæðist undir hlífðarbúnaðinum þegar tjón verður. 

Tryggingin er einnig í boði fyrir klifurhjól, krossara og torfæruhjól en þá bætir tryggingin einungis tjón á búnaðinum ef honum er stolið í innbroti eða hann skemmist í vatns- eða brunatjóni.

  • Há­marks trygg­ing­ar­fjár­hæð hlífðarbúnaðar er 450.000 kr.
  • Trygg­ing­in gild­ir ekki í akst­ur­skeppni.
Nánari upplýsingar um hlífðarbúnaðartryggingu bifhjóla

Tryggingin bætir

  • Tjón á hlífðarbúnaði sem verður í tengslum við notkun bifhjóls.
  • Tjón á hlífðarbúnaði vegna þjófnaðar í innbroti.
  • Tjón af völdum vatns eða bruna.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á hlífðarbúnaði sem rekja má til eðlilegs slits eða galla.
  • Tjón á hlífðarbúnaði sem eingöngu veldur útlitsgalla en rýrir ekki notagildi búnaðarins.
  • Tjón á hlífðarbúnaði sem verður í tengslum við notkun torfæruhjóls, krossara eða klifurhjóls.
  • Tjón á hlífðarbúnaði sem verður í aksturskeppni eða æfingu fyrir slíka keppni.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum bifhjólatryggingar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar