lock search
lock search

Ófrjósemistrygging fyrir stóðhesta

Ófrjósemistrygging er góð trygging fyrir eigendur stóðhesta. Tryggingin er afnotamissistrygging vegna ræktunar. Ef þú ert með þessa tryggingu færðu greiddar bætur vegna varanlegrar ófrjósemi stóðhests af völdum slyss eða sjúkdóms. Bætur eru einungis greiddar eftir að stóðhestur hefur verið geldur. Ef fyljunarhlutfall er 10% eða lægra á síðasta notkunartímabili er 75% af tryggingarfjárhæðinni greidd.

 • Kauptímabil: Þegar hestur er 3-15 vetra gamall.
 • Tryggingarfjárhæð: Tryggingarfjárhæð ófrjósemistryggingar stóðhesta er valfrjáls fjárhæð. Gott er að hafa í huga að bætur geta aldrei orðið hærri en markaðsvirði hestsins. Tryggingarfjárhæðin kemur fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun.
 • Gildistími: Þegar hesturinn verður 15 vetra gamall fellur tryggingin niður og endurnýjast ekki.
 • Eigin áhætta: Þú berð eigin áhættu af hverju tjóni sem þú færð greitt úr ófrjósemistryggingu stóðhesta. Upplýsingar um eigin áhættu þína koma fram á tilboði, tryggingarskírteini og endurnýjunarkvittun.

Ófrjósemistryggingu stóðhesta er aðeins hægt að kaupa með líftryggingu.


Tryggingin bætir:

 • Ef stóðhesturinn verður varanlega ófrjór af völdum slyss eða sjúkdóms.
 • Ef engin hryssa hefur orðið fylfull eftir stóðhestinn á notkunartímabilinu.

Tryggingin bætir ekki:

 • Afnotamissi vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
 • Afnotamissi vegna sjúkdóma sem hestur fær innan 20 daga frá gildistöku tryggingarinnar.
 • Afnotamissi vegna vandamála sem tengjast erfðagalla.
 • Afnotamissi vegna geðslagsvandamála.
 • Afnotamissi vegna spatts.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi.
Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.


Sendu okkur beiðni um tilboð í gegnum rafræna tilboðsferlið okkar. Þú getur einnig sent okkur beiðni um tilboð á vis@vis.is. Nauðsynlegt er að útfyllt umsókn og vottorð frá dýralækni um almennt heilsufar hestsins fylgi með. Vottorðið verður að vera innan við 30 daga gamalt. 

Dýralæknir verður að skrifa vottorðið á eyðublað frá VÍS. Þú getur sent okkur vottorðið rafrænt og látið það fylgja með tilboðsbeiðni eða sent það á vis@vis.is.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.