lock search
lock search

Spurt og svarað um hestatryggingar

Hvernig kaupi ég hestatryggingu?

  • Við mælum með því að þú sendir okkur beiðni um tilboð í gegn um rafræna tilboðsferlið okkar.
  • Þú getur einnig sent okkur beiðni um tilboð á vis@vis.is.
  • Nauðsynlegt er að viðeigandi gögn fylgi með.

Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn um hestatryggingu?

  • Ef þú vilt kaupa ábyrgðartryggingu fyrir hest þarftu einungis að skila inn útfylltu umsóknareyðublaði.
  • Ef þú vilt kaupa sjúkrakostnaðartryggingu fyrir hest sem er yngri en 5 vetra þarftu einungis að skila inn útfylltu umsóknareyðublaði. Ef hestur er eldri en 5 vetra þarftu einnig að skila inn vottorði frá dýralækni um almennt heilsufar. Vottorðið verður að vera innan við 30 daga gamalt.
  • Ef þú vilt kaupa aðrar hestatryggingar þarftu einungis að skila inn útfylltu umsóknareyðublaði ef verðmæti hests er innan við 1 milljón króna. Ef verðmæti hests er yfir 1 milljón króna þarftu einnig að skila inn vottorði frá dýralækni um almennt heilsufar. Vottorðið verður að vera innan við 30 daga gamalt.

Hvað kostar að tryggja hestinn minn?

Iðgjald getur verið mismunandi eftir tegund hests og notkun. Til að sjá hvaða verð stendur þér til boða er best að fá tilboð frá okkur.

Fyrir hvaða fjárhæð á ég að tryggja hestinn minn?

Við ráðleggjum þér að miða annað hvort við markaðsvirði eða þá upphæð sem þú keyptir hestinn á. Bætur eru þó aldrei hærri en markaðsvirði hestsins. Þetta á bæði við um líftryggingu og afnotamissistryggingu.

Hver er munurinn á góðhestatryggingu og reiðhestatryggingu?

Góðhestatrygging er mun víðtækari en reiðhestatrygging. Þessar tryggingar innihalda báðar líftryggingu og afnotamissitryggingu. Líftryggingin í reiðhestatryggingunni er takmörkuð að því leiti að úr henni eru einungis greiddar bætur ef dýralæknir ráðleggur tafarlausa aflífun vegna sjúkdóms eða slyss. Úr líftryggingunni sem er innifalin í góðhestatryggingu eru greiddar bætur vegna dauða eða aflífunar þó ekki hafi verið farið fram á tafarlausa aflífun. Einnig er afnotamissistryggingin í góðhestatryggingu víðtækari en afnotamissistryggingin í reiðhestatryggingu. Einungis eru greiddar bætur vegna afnotamissis í reiðhestatryggingu út frá upptalningu ákveðinna sjúkdóma sem koma fram í skilmála.

Hver er munurinn á líftryggingu sem er innifalin í góðhestatryggingu og takmarkaðri líftryggingu?

Takmörkuð líftrygging er góður kostur fyrir þá sem vilja grunn líftryggingu en góðhestatrygging er góður kostur fyrir þá sem vilja víðtæka líftryggingu og afnotamissistryggingu. Úr takmarkaðri líftryggingingu eru einungis greiddar bætur ef dýralæknir ráðleggur tafarlausa aflífun vegna sjúkdóms eða slyss. Úr líftryggingu sem er innifalin í góðhestatryggingu eru greiddar eru bætur vegna dauða eða aflífunar þó ekki hafi verið farið fram á tafarlausa aflífun.

Hvað gerist ef ég hækka tryggingarfjárhæðina og aflífa þarf hest vegna sjúkdóms eða slyss stuttu seinna?

Ef aflífa þarf hest innan við 20 daga frá breytingu á tryggingarfjárhæð þá miðast bætur við upprunalegu tryggingarfjárhæðina

Af hverju þarf ég að vera í öðrum viðskiptum við VÍS til að geta keypt hestatryggingu?

Hestatryggingar eru viðbótaþjónusta við viðskiptavini VÍS og því aðeins í boði fyrir þá sem eru með aðrar tryggingar hjá VÍS eða flytja tryggingar sínar til VÍS.

Hvað er eigin áhætta?

Eigin áhætta, oft einnig kölluð sjálfsábyrgð, er sú upphæð sem þú greiðir lendir þú í tjóni sem er bótaskylt. Við greiðum svo mismun eigin áhættu og heildarkostnaðar vegna tjóns. Eigin áhætta þín kemur fram í tilboði, á tryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.