Hoppa yfir valmynd

Bilana­trygging raftækja

Við reiðum okkur mikið á raftækin.underlineHeimilishaldið getur sannarlega farið á hvolf ef þvottavélin eða uppþvottavélin bilar og oft er óvæntur kostnaður fylgifiskur slíkra bilana.

Nánari upplýs­ingar um bilana­trygg­ingu raftækja

  • Tryggingin bætir tjón vegna innri bilana á raftækjum sem eru yngri en 4 ára.
  • Raftæki eru almennt með 2 ára ábyrgð frá söluaðila þannig að þessi trygging tryggir þér 2 ára ábyrgð umfram það sem almennt býðst.
  • Raftækin þurfa að tilheyra almennu heimilishaldi og vera geymd á heimilinu.

Bilanatrygging raftækja er innifalin í F plús 4 tryggingunni okkar. Sjá samanburð á F plús tryggingum.

Bera saman F plús
Nánari upplýsingar um bilanatryggingu raftækja

Tryggingin bætir

  • Tjón vegna innri bilana á raftækjum sem eru yngri en 4 ára.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á farsímum, rafmagnsverkfærum, rafmagnsleikföngum og fylgihlutum þeirra.
  • Tjón á raftækjum sem stafar af hita og/eða rakabreytingum.
  • Tjón á raftækjum sem rekja má til eðlilegs slits vegna notkunar, ryðs eða tæringar.
  • Tjón á raftækjum vegna spennubreytingar sem rekja má til bilunar hjá rafmagnsveitu.
  • Tjón á raftækjum sem framleiðandi, seljandi, viðgerðaraðili eða flutningsaðili ber ábyrgð á samkvæmt samningi eða lögum.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar