lock search
lock search

Breytingar á slysatryggingu ökumanns og eiganda

Frá og með 1. janúar 2020 verður ekki lengur skylda að vera með slysatryggingu ökumanns og eiganda, sem oftast er kölluð SÖE, á torfærutæki sem ekki eru ætluð til notkunar í almennri umferð, t.d. vélsleða, krossara og fjórhjól. Þetta á aðeins við um tæki sem aðeins eru notuð utan vega.

Við munum eftir sem áður bjóða upp á slysatryggingu ökumanns og eiganda fyrir eigendur torfærutækja en undanskilja tjón þar sem varanlegur miski er undir 15 stigum.

Hér fyrir neðan má nálgast ýmsar algengar spurningar og svör við þeim.

 • Hvað er að breytast?
  Um áramót taka gildi ný lög um ökutækjatryggingar. Við gildistöku þeirra er ekki lengur skylda að vera með slysatryggingu ökumanns og eiganda á torfærutækjum sem aðeins eru notuð utan vega.
 • Mun VÍS áfram bjóða eigendum torfærutækja SÖE?
  Já, eigendur torfærutækja geta áfram verið með SÖE tryggingu en með breyttum skilmálum. Nú verður krafa um að varanlegur miski sé að lágmarki 15 stig ef ef slys verða á torfærutækjum.
 • Af hverju er verið að miða við lágmarks miska?
  Takmörkun á bótasviði veitir viðskiptavinum okkar vernd gagnvart alvarlegum áverkum sem hafa mikil áhrif á lífsgæði og tekjumöguleika.
 • Af hverju eru tryggingarnar ekki í óbreyttar?
  Tjónskostnaður hefur verið umtalsvert hærri en iðgjöld. Óbreyttar tryggingar hefði kallað á töluverða iðgjaldahækkun. Það gæti leitt til þess að færri velja tryggingu og fleiri verði ótryggðir á torfærutækjum.
 • Verður hægt að kaupa almenna slysatryggingu?
  Já, en hana þarf að sækja um sérstaklega og ekki hægt að tryggja afgreiðslu samdægurs.
 • Hvernig verður útgáfa á torfærutækjum?
  Við munum gefa út tækin án SÖE við eigendaskipti, nema viðskiptavinur óski sérstaklega eftir því.
 • Hvað þýðir þetta fyrir tæki sem nú þegar eru í tryggingu?
  Fyrir áramót verður send tilkynning á viðskiptavini okkar sem eiga torfærutæki. Þar kemur fram að það sé ekki lögboðin skylda að vera með SÖE tryggingu. Við fellum niður SÖE tryggingu hjá þeim viðskiptavinum sem eftir því óska. Tryggingin verður ekki sjálfkrafa felld niður við endurnýjun. Breytingar á skilmálum taka strax gildi við áramót á nýjum tryggingum, en eldri tryggingar verða endurnýjaðar.
 • Eru farþegar á torfærutækjum áfram tryggðir?
  Það er skylda að vera með gilda ábyrgðartryggingu á torfærutækjum. Tjón á munum, sem ekki eru í eigu eiganda torfærutækis, og slys á fólki öðru en ökumanni og eiganda eru einnig tryggð. Ef eigandi torfærutækis verður fyrir skaða, þá verður það ekki bætt með ábyrgðartryggingu, þrátt fyrir að hann sé ekki ökumaður.
Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.