lock search
lock search

Algengar spurningar um keppnisviðauka

Skrán­ing­ar­skyld öku­tæki með lög­boðnar trygg­ing­ar hjá VÍS þurfa að vera með sér­stak­an keppnisviðauka ef þau eru notuð við æf­ing­ar og/​eða keppn­ir í akst­ursíþrótt­um. Þetta gild­ir um öll skrán­ing­ar­skyld öku­tæki (t.d. bíla, mótor­hjól og vélsleða).

Af hverju er tekið viðbótariðgjald fyrir útgáfu á keppnis- og æfingaviðauka?
Iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga miðast við áhættu af hefðbundinni notkun. Slysahætta er meiri við akstursíþróttir.

Hvernig eru tegundir keppna flokkaðar eftir áhættu?
Við flokkum akstursíþróttir í þrjá áhættuflokka. Flokkunin byggir á þáttum eins og tjónagögnum, erlendum rannsóknum og mati sérfræðinga.

Þarf ég æfingar- og keppnisviðauka ef ég ætla bara æfa akstursíþrótt en ekki keppa?
Já, viðaukinn er ekki eingöngu ætlaður þeim sem ætla að keppa í akstursíþróttum heldur einnig þeim sem eingöngu ætla að æfa.

Ef ég æfi og keppi í fleiri en einni akstursíþrótt á sama ökutækinu þarf ég að kaupa marga viðauka?
Eingöngu þarf að greiða eitt iðgjald fyrir hvert ökutæki, óháð því hversu mörgum tegundum akstursíþrótta keppt er í. Iðgjald miðast við hæsta áhættuflokk af þeim keppnum sem um ræðir.

Get ég sett fleiri en eitt ökutæki undir sama viðaukann?
Nei, viðaukinn gildir eingöngu fyrir eitt ökutæki.

Hver má aka ökutækinu við æfingar og keppnir samkvæmt viðauka?
Almennt má hver sem er aka ökutækinu sem hefur til þess tilskilin leyfi og réttindi. Undantekningin frá þeirri almennu reglu er þegar vátryggður hefur skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að eingöngu hann og maki muni aka ökutækinu.

Er hægt að kaupa viðauka þannig að bílrúðu- eða kaskótrygging gildi við æfingar og keppni?
Nei, eingöngu er hægt að kaupa viðauka þannig að lögboðnar ábyrgðar- og slysatryggingar gilda á meðan keppni stendur. Aldrei er veitt undanþága fyrir því að ökutæki sé kaskótryggt við æfingar og keppnir.

Er hægt að fá viðauka með annan gildistíma en 7 daga og 6 mánuði?
Nei, það eru aðeins þessar tvær leiðir í boði. Sjö daga gildistíma er ætlað að ná utan um staka keppni en sex mánaða utan um keppnistímabilið.

 

 

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.