Valmynd Loka

Spurt og svarað um ferðatryggingar

Hvernig er best að tryggja sig á ferðalögum erlendis?

Nokkrar leiðir eru til þess að tryggja sig á ferðalögum erlendis:
Hægt er að kaupa sjálfstæðar ferðatryggingar hjá VÍS fyrir hvert einstakt ferðalag. Þær er hægt að kaupa stakar eða í samsettri ferðatryggingu. Kaupa þarf tryggingu fyrir hvern ferðalang. Tryggingin gildir aðeins þann tíma sem skilgreindur er í tryggingarskírteininu. Nánari upplýsingar um samsetta ferðatryggingu.

Í F plús 2, F plús 3 og F plús 4 eru ferðatryggingar innifaldar - án aukakostnaðar og þurfa þeir sem eru með þær tryggingar ekki samsetta ferðatryggingu. 

Ef ég veikist erlendis á ég þá rétt á að leggjast inn á sjúkrahús þar. Ef svo hvað þarf ég að gera?

Þegar Íslendingar ferðast í löndum Evrópusambandsins þá eiga þeir rétt á þjónustu sjúkrahúsa í almenna heilbrigðiskerfinu samkvæmt samningum við Evrópusambandið. Þó ber að athuga að ýmis annar kostnaður getur fallið til á ferðalögum erlendis, svo sem sjúkraflutningur eða ef um einkasjúkrahús er að ræða.

Til þess að hægt sé að fá þessa þjónustu þarf fólk að hafa með sér evrópska sjúkratryggingakortið. Kortið fæst hjá Sjúkratryggingum Íslands og er einfaldast að sækja um kortið á heimasíðu þeirra. Það eykur öryggi ferðamanna að hafa kortið einnig með sér á ferðalögum.

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband