Valmynd Loka

Algengar spuriningar um Líftryggingu

Algengar spuriningar um Líftryggingu

Er líftryggingarfjárhæðin verðtryggð?
Tryggingin er verðtryggð samkvæmt vísitölu neysluverðs og helst raunvirði hennar að fullu fram til 54 ára aldurs. Eftir að líftryggður hefur náð þeim aldri lækkar líftryggingarfjárhæðin um ákveðið hlutfall árlega en iðgjald breytist ekki. Hugmyndin með þessu er að mæta meginþörfum sem flestra. Verðtryggð líftryggingarfjárhæð er sem sagt fyrir hendi á meðan skuldir og framfærslubyrði er mest.

Er hægt að breyta líftryggingarfjárhæðinni?
Breytingar á fjárhagsaðstæðum og fjölskyldustærð gera endurskoðun líftryggingarverndar nauðsynlega þannig að líftryggingarfjárhæð endurspegli þörfina á hverjum tíma. Umsóknareyðublöð til breytingar á líftryggingarfjárhæð má nálgast hjá þjónustufulltrúum VÍS og Lífís, eða á vef okkar.

Hvernig ber ég mig að ef andlát á sér stað?
Andlát þarf að tilkynna til Líftryggingafélags Íslands hf. sem þá gefur upplýsingar um hvaða gögnum þarf að framvísa til að fá bótafjárhæðina greidda. Framvísa þarf m.a. dánarvottorði og upplýsingum um rétthafa. Bætur greiðast þá til rétthafa samkvæmt lögum (líftryggingarskírteini). Íslensk lög kveða skýrt á um bótarétt líftrygginga og verður fólk að athuga það atriði vel við töku tryggingarinnar og er til uppgjörs kemur.

Getur bótaréttur fallið niður?
Mikilvægt er að fylla umsókn út skýrt og skilmerkilega, gefa réttar upplýsingar og leyna ekki upplýsingum. Bótaréttur getur takmarkast eða fallið niður ef upplýsingar á beiðni eru rangar eða ónógar.

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband