Fyrirtækjaþjónusta VÍS
Markmið okkar er einfalt. Hlúa vel að þér og þínu fyrirtæki með framúrskarandi þjónustu og ráðleggingum um þá vernd sem hentar þínum rekstri.
Fá ráðgjöf eða tilboðTryggingavernd
Við vitum að allt getur gerst og það er margt sem ógnar rekstraröryggi fyrirtækja. Tryggingar eru því nauðsynleg stoð í hvers konar atvinnurekstri til verndar þegar óvænt áföll dynja yfir.
Hvað hentar þínum rekstri?
Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemi þeirra getur tekið breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að huga reglulega að tryggingavernd fyrirtækisins.
Framúrskarandi þjónusta
Sérfræðingar í fyrirtækjaþjónustu VÍS hafa langa reynslu af því að aðstoða fyrirtæki við að greina tryggingaþörf þeirra. Góð tengsl og samvinna við stjórnendur og eigendur fyrirtækja eru lykilinn að góðum árangri.
Í HNOTSKURN - HVAÐ FELUR FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTAN Í SÉR?
Forvarnir
Reynsla VÍS sýnir að með öflugu langtíma forvarnasamstarfi tekst ekki aðeins að efla öryggismál fyrirtækja heldur hlýst einnig af því bæði beinn og óbeinn fjárhagslegur ávinningur. VÍS leggur því mikla áherslu á forvarnarmál í samstarfi við fyrirtæki.
check
Verðmætagildi forvarnaþjónustu
Öllum fyrirtækjum býðst ákveðin forvarnaþjónusta í samræmi við umfang viðskipta.
Skoða
check
Stöðumat fyrirtækja
Með stöðumati geta stærri fyrirtæki og fyrirtæki í áhættusömum rekstri séð hvar þau standa í öryggis- og forvarnamálum.
Skoða
check
Forvarnarfræðsla
Öll fyrirtæki í viðskiptum við VÍS geta á vef okkar nálgast almennt forvarnarfræðsluefni er lítur að öryggismálum starfsmanna
check
Vildarþjónusta forvarna
Stórum fyrirtækjum í langtímaviðskiptum er boðið upp á sérstaka vildarþjónustu forvarna á samningstímanum.
Skoða
check
Forvarnaráðstefna VÍS
Hér að neðan má finna efni frá forvarnarráðstefnum sem VÍS hefur haldið.
Skoða