Forvarnaráðstefna VÍS 2017
Vinnuslys – Dauðans alvara
Gríðarlega góð aðsókn var á áttundu Forvarnaráðstefnu VÍS sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica 2. febrúar 2017. Rúmlega 300 stjórnendur og ábyrgðarmenn öryggismála fyrirtækja mættu og komust færri að en vildu. Yfirskrift ráðstefnunar að þessu sinni var: Vinnuslys – dauðans alvara.
Verkís hreppti Forvarnarverðlaun VÍS 2017

Verkís er fyrirmyndar fyrirtæki í forvörnum og öryggismálum sem starfar samkvæmt ISO vottuðu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi. Í allri starfsemi fyrirtækisins eru öryggi- og umhverfismál lögð til grundvallar og ríkar kröfur gerðar til undirverktaka og samstarfsaðila í þeim efnum. Starfsmenn Verkís eru meðvitaðir um hlutverk sitt sem öryggis- og forvarnafulltrúar og hefur það skilað sér svo eftir er tekið.
Fundarstjóri: Helga Árnadóttir – framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Dagskrá og fyrirlestrar:
- Kl. 13.00 Setning ráðstefnu – Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS
- Kl. 13.10 Banaslys – Hvað er til ráða? – Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu
Vista fyrirlesturinn á Powerpoint formi - Kl. 13.30 Reglulegar öryggisúttektir á framkvæmdasvæðum – Þorgeir Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístaki
Vista fyrirlesturinn á Powerpoint formi - Kl. 13:55 Reynslan af rafrænni avikaskráningu – Hrefna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar
Vista fyrirlesturinn á Powerpoint formi - Kl. 14.15 Forvarnarverðlaun VÍS
- Kl. 14.30 Kaffi
- Kl. 14.50 Að missa mann – Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Notaði ekki glærur - Kl. 15:15 Vinnuslys í ferðaþjónustunni – Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins
Vista fyrirlesturinn á Powerpoint formi - Kl. 15.35 Rannsókn vinnuslysa og atvika – Trausti Gylfason, öryggisstjóri hjá Norðuráli
Vista fyrirlesturinn á Powerpoint formi - Kl. 16.00 Ráðstefnulok
Viðurkenningar fyrir góðan árangur í öryggismálum
Frumherji og Samhentir / Vörumerking fengu jafnframt viðurkenningu fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Þetta er í áttunda sinn sem VÍS verðlaunar viðskiptavini sína sem skara fram úr á þessu sviði.

Frumherji er með starfsemi um allt land og þjónustar viðskiptavini sína á 32 starfsstöðvum. Fyrirtækið sinnir eftirlitsskoðunum á ýmsum sviðum og starfar eftir stífum faggildingarstöðlum og reglubundnu eftirlits hins opinbera í þeirri vinnu. Mikið er lagt upp úr faglegri þjálfun starfsmanna, góðum aðbúnaði og öryggi sem hefur endurspeglast í fátíðum slysum hjá fyrirtækinu.
Samhentir umbúðalausnir og Vörumerking eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í alhliða lausnum fyrir mismunandi atvinnugreinar og iðnað.

Frá upphafi hafa öryggismál og forvarnir verið í öndvegi og stjórnendur leitt það starf. Sé þörf á úrbótum er ráðist í þær strax, vinnubrögð eru öguð og öryggisvitundin skýr.
Hér má sjá nokkrar myndir frá ráðstefnunni.

![FullSizeRender[4].jpg](/media/2446/fullsizerender-4.jpg)
![FullSizeRender[8].jpg](/media/2450/fullsizerender-8.jpg)

![FullSizeRender[3].jpg](/media/2445/fullsizerender-3.jpg)











