lock search
lock search

Tóbak, áfengi og önnur vímuefni

Ákjósanlegast væri að notkun á tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum væri ekki til staðar. Þjóðfélagslegur kostnaður vegna þessa er gríðarlegur, afleiðingar notkunar oft alvarlegar og þá ekki eingöngu fyrir þann sem neytir heldur einnig þá sem standa honum nærri.

Reykingar
Fjölmörg efni og efnasambönd í tóbaksreyk eru hættuleg heilsu manna. Þau auka m.a. líkur á krabbameini, hjarta-, æða- og lungnasjúkdómum. Hér á landi deyr einn á dag af völdum reykinga. Árlega greinast yfir 150 manns með krabbamein sem hægt er að rekja beint til reykinga. Það er um 10% allra krabbameinstilfella hér á ári.

Undanfarna áratugi hefur reykingafólki fækkað. Árið 2015 reyktu 11,5% Íslendinga 15 ára og eldri daglega. Stórt skref var stigið þegar reykingar voru bannaðar innandyra í opinberum byggingum. Með fræðslu, aðstoð við að hætta að reykja og verðhækkunum á tóbaki er reynt að sporna við reykingum. Best er að byrja aldrei að reykja en þeir sem hafa áhuga á að hætta geta leitað aðstoðar á reyklaus.is, hjá heimilislækni eða hringt í síma 800 6030. 

Áfengi og önnur vímuefni
Skriflegar heimildir um áfengi eru til árþúsundir aftur í tímann. Áfengi er markaðssett til hvers kyns skemmtunar og er sá vímugjafi sem er löglegur víðast hvar í heiminum. Hófleg neysla þess telst eðlilegur hluti í lífi almennings. Óhófleg neysla getur aftur á móti skaðað líkamann og t.d. valdið skorpulifur, vannæringu, brisbólgum, skemmdum á heila og taugum og áfengissýki.

Líkamlegar og andlegar afleiðingar neyslu annarra vímuefna geta verið mun alvarlegri. Einn skammtur af eiturlyfjum getur dregið neytandann til dauða og mun algengara er að fólk verði háð þeim efnum eftir eitt eða örfá skipti.

Samfara óhóflegri neyslu á áfengi og öðrum vímuefnum geta orðið breytingar á persónuleika viðkomandi, heimilishald undirlagt og neyslan stjórnað tilverunni. Fólk undir áhrifum framkvæmir oft hluti sem það myndi aldrei gera annars og slys eru mun algengari þegar fólk er undir áhrifum en þegar það er allsgáð.

Góðar upplýsingar um notkun áfengis, kannabisefna, örvandi efna, ofskynjunarefna, sprautufíkn, stera, sveppi og fleira er að finna á heimasíðu SÁÁ

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.