lock search
lock search

Svefn og hvíld

Reglulegur svefn og hvíld eru lífsnauðsynleg. Þótt hægt sé að stofna til skammtímaskuldar í þessum efnum gengur það ekki til lengdar. Athyglin skerðist, lífsgæði versna, þolinmæði minnkar, slysahætta eykst og andleg líðan versnar svo eitthvað sé nefnt.

Fólk þarf mismikinn svefn. Börn á grunnskólaaldri þurfa alla jafna átta til ellefu tíma svefn en fullorðnir 7 til 8 klukkustundir og styttist gjarnan eftir því sem fólk eldist.

Svefninn getur verið misgóður og veltur m.a. á hugarástandi okkar. Hann skiptist í nokkur stig og á nóttunni flökkum við á milli þeirra. Svefninn er misdjúpur á hverju stigi og mismunandi hvort okkur dreymir, hversu djúpt við öndum, hversu mikil vöðvaspennan er og hversu auðvelt er að vekja okkur.

Mælt er með eftirfarandi:

  • Hafa reglu á svefninum þ.e. fara að sofa og vakna á svipuðum tíma frá degi til dags.
  • Ekki borða mikið rétt fyrir svefninn.
  • Ekki drekka kaffi, áfengi eða annað sem er örvandi rétt fyrir svefninn.
  • Hreyfa sig yfir daginn þannig að maður sé þreyttur þegar gengið er til náða.
  • Ekki vera í tölvunni uppi í rúmi.
  • Hafðu umhverfið notalegt og rúmið gott.
  • Slakaðu á og tæmdu hugann fyrir svefninn.
  • Ef svefnvandamál eru viðvarandi skal leita aðstoðar fagfólks. 

Hjá fyrirtækinu Betri svefn er hugræn atferlismeðferð notuð. Unnið að því að uppræta þann vítahring sem þeir sem glíma við langvarandi svefnleysi eru komnir í. Það er gert með því að breyta atferli og hugsunum sem hafa neikvæð áhrif á svefn. Meðferðin felur m.a. í sér fræðslu um svefn, einstaklingsmiðaða svefnráðgjöf, fræðslu um góðar svefnvenjur, slökun og aðstoð við að hætta svefnlyfjanotkun. Meðferðin hjá þeim bætir svefn hjá um 90% af þeim sem ganga í gegnum hana og stór hluti þeirra sem nota svefnlyf nær að hætta notkun þeirra.

 

 

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Hafðu sam­band og við leys­um málið.

chat

Netspjallið

Góð leið til að fá þjón­ustu hratt og ör­ugg­lega. Þjón­ustu­full­trú­ar okk­ar svara frá 9.00 til 16.00 alla virka daga.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendið ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.