lock search
lock search

Vatnsvarnir í sumarhúsum

Vatnstjón í sumarhúsum verða helst á veturna þegar frýs í leiðslum, þær springa og svo þegar þiðnar þá lekur vatnið um sumarhúsið. Þetta eru gjarnan alvarleg tjón þar sem lekinn uppgötvast oft ekki fyrr en í næstu heimsókn í bústaðinn og þá hefur vatnið skemmt mikið út frá sér.

Almennt

 • Ef bústaðurinn er óupphitaður þarf að tappa af vatnslögnum og salerni. Jafnframt er gott að setja frostlög í vatnslása  og vatnssalerni.
 • Vatnsinntak á helst að vera í sér rými utan hússins til þess að koma í veg fyrir tjón á öllu húsinu ef lagnir gefa sig.
 • Skrúfa þarf fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki t.d. með því að skrúfa frá einum vatnskrana inn í húsi þar til hann hefur tæmt sig. Þetta er vinnuregla sem allir ættu að temja sér í hvert sinn sem sumarhús er yfirgefið, allt árið um kring.
 • Ef sumarhús er kynnt á veturna, þá er mikilvægt að fá upplýsingar um það ef verður rafmagns- og/eða heitavatnslaust. Slíkar upplýsingar er m.a. hægt að fá í gegnum öryggiskerfi. Breytingar á rafmagni eða heitavatnsrennsli geta gert það að verkum að kólnað getur fljótt í húsi. Bilanir geta jafnframt orðið á kerfum í kjölfarið og vissara fyrir sumarhúsaeigendur að ganga úr skugga um að allt sé í lagi ef rafmagn hefur farið af eða orðið heitavatnslaust í einhvern tíma.

Hitaveita

 • Best er að hafa vatnsinntak í sér rými utan hússins til þess að koma í veg fyrir tjón á öllu húsinu ef lagnir gefa sig.
 • Hitaveitur eru viðkvæmastar fyrir truflunum þegar frost eru mikil og vindkæling. Þá eru hús fljót að kólna ef kerfi stöðvast og frostskemmdir geta orðið. Þegar hlýnar koma skemmdirnar í ljós en þá þiðnar í lögnum og ofnum og vatnið byrjar að streyma.
 • Lokað hringrásarkerfi er góð lausn til að koma í veg fyrir frostskemmdir. Þá fer heita vatnið ekki beint inn á ofnakerfið heldu er vatn og frostlögur á kerfinu og vatn frá hitaveitu sér um að hita það upp. Hlutfall frostlagar þarf að vera um þriðjungur að rúmmáli. Hringrásin er knúin áfram með dælu sem dælir frostlagarblöndunni um varmaskiptin, þar sem upphitun hennar fer fram, svo um ofnana til baka.
 • Með tímanum getur virkni lokaða kerfisins minnkað nokkuð vegna gerlagróðurs í frostlegi. Til að koma í veg fyrir slíkt er ráðlegt að setja íblöndunarefni í frostlagarblönduna til að minnka gerlavöxtinn eins og kostur er. Einnig er ráðlegt að skipta öðru hvoru alveg um frostlagarblöndu á kerfinu eftir upplýsingum framleiðanda.

Neysluvatn

Mikilvægt er að fá viðurkennda lagnahönnuði og iðnmeistara til að ganga frá vatnskerfi sumarhúsa sem og íbúðarhúsa m.a. til að koma í veg fyrir tjón. Algengustu tjónin sem verða út frá neysluvatni í sumarhúsum er þegar tengi við blöndunartæki og klósett gefa siga og þegar blöndunartækin sjálf fara að leka.

 • Lokið fyrir aðstreymi neysluvatns að sumarhúsum þegar ekki er dvalið í þeim og tæma jafnframt vatn af lögnunum.
 • Einfaldasta aðferðin til að gera þetta er að koma fyrir þrívega loka í einöngruðum brunni á frostfríu dýpi, þ.e. 0,8 - 1,2 m. Þessum loka er svo stjórnað með skafti sem stungið er niður í brunninn. Þegar lokað er fyrir aðstreymi vatns í húsið, opnast aftæming af neysluvatnskerfinu. Þá þarf aðeins að fara inn í húsið og opna krana til að vatnið flæði til baka úr lagnakerfinu.
 • Í sumarhúsum sem margir nota eins og þar sem útleiga er getur verið gott að nota þrívega mótorloka og segulloka til að hleypa lofti inn á kerfið að ofan þegar aftæmingin opnast. Lokinn er þannig gerður að straumur er á honum þegar vatnið er á, en fari rafmagnið, eða slökkt sé á straumi að lokanum, fer vatnið af, aftæmingin opnast og segulloki hleypir lofti inn á kerfið að ofan. Þessum búnaði er stýrt af rofa sem best er að staðsetja innan við útidyr hússins.
 • Ein aðferð enn er að loka segullokum sem staðsettir eru í lagnarými hjá forhitara. Einn segulloki er á hvoru neysluvatnsinntaki sem lokast er straumur rofnar, og einn segulloki á hvorri aftæmingu sem opnast er straumur rofnar. Einnig eru segullokar efst á kerfunum við straumleysi og opnast þeir til að hleypa lofti inn á kerfið. Þess má geta að starfsmannafélag VÍS hefur haft slíkan búnað í notkun um nokkurra ára skeið í sínum húsum, en vegna þess að þar ganga margir menn um er lykillinn að húsinu notaður til að stinga í rofann sem setur vatnið á, en þegar lykillinn er tekinn úr, fer vatnið af aftur.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.