lock search
lock search

Vatnstjón

Á hverjum degi verða 20 vatnstjón hér á landi og er kostnaður þeirra um þrír milljarðar. Bara til VÍS berast 5,5 vatnstjónstilkynningar á hverjum degi og má sjá hvernig tjónin skiptast niður hér. Þótt margir séu vel tryggðir fylgir mikið rask slíkum tjónum og oft á tíðum getur verið ógjörningur að bæta ómetanlega hluti sem skemmast.

Ástæður vatnstjóna á heimilum geta verið mjög margar. Allt frá mannlegum mistökum eins og gleyma að skrúfa fyrir til að lagnir gefa sig. Dæmi um orsakir vatnsleka geta verið:

  • Lagnir í útveggjum og gólfum leka. Ástæður þess geta verið að raki hefur komist að lögnunum og valdið ytri tæringu.
  • Innri tæring verður oft í eir og koparlögnum vegna efnasamsetningar vatns og einnig vegna spennu sem verður þegar mismunandi lagnaefnum er blandað saman.
  • Samskeyti gefa sig vegna óvandaðra vinnubragða við frágang lagna.

Vert er að hafa í huga að vatnstjón vegna slits eða skorts á viðhaldi eru ekki bætt og stór hluti vatnstjóna verða vegna þess að rör ryðga í sundur.

Vatnsskynjarar hafa bjargað mörgum frá stórum vatnstjónum. Þá er gott að hafa á gólfi í þvottahúsi, eldhúsi og baðherbergi sér í lagi ef niðurfall er ekki til staðar í rýminu. Skynjarinn gengur fyrir rafhlöðu og gefur frá sér hávært hljóð þegar raki kemst undir hann. Skynjarinn getur líka verið tengdur öryggiskerfi.

Samstarfshópur 11 fyrirtækja, stofnana og félaga hafa unnið fræðsluefni um varnir gegn vatnstjónum sem gott er að kynna sér.  

Nauðsyn­legt er að til­kynna vatnstjón eins fljótt og hægt er. Sér­fræðing­ar okk­ar í Neyðarþjón­ustu VÍS eru til­bú­inn að aðstoða í neyðar­til­fell­um all­an sól­ar­hring­inn í síma 560-5070 og sími Neyðarlínunnar er 112.

 

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Hafðu sam­band og við leys­um málið.

chat

Netspjallið

Góð leið til að fá þjón­ustu hratt og ör­ugg­lega. Þjón­ustu­full­trú­ar okk­ar svara frá 9.00 til 16.00 alla virka daga.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendið ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.