lock search
lock search

Tvö altjón vegna heits vatns á árinu

Í upphafi árs var töluvert frost víða um land. Þegar slíkt veður er samfellt í nokkurn tíma getur frosið í lögnunum og þær gefa eftir í kjölfarið. Oft byrjar ekki að leka fyrr en fer að hlýna á ný, þó það sé ekki algilt. Vegna þessa er gríðarlega mikilvægt að eigendur þeirra 14.400 sumarbústaða sem eru í landinu temji sér að skrúfa alltaf fyrir neysluvatn þegar hús þeirra eru yfirgefin. Hafi hitun húss á lokuðu kerfi ef heitt vatn er notað til húshitunar og séu með vatnsskynjara, myndavélar og annan öryggisbúnað þar sem hægt er að fylgjast með ástandi húss t.d. í gegnum síma.

Húsið á meðfylgjandi mynd er annað þeirra húsa þar sem altjón varð í ár. Örlög þessa húss var að verða rifið en það var byggt 2003. Talið er að lekið hafi í um 4 vikur áður en lekinn kom í ljós. Það byrjaði með því að nágranni tók eftir að það var lítill snjór í kringum húsið en spáði ekki mikið í það fyrr en næsta dag er hann sá að gufa steig upp frá húsinu.

Sumarhús og vatnstjón.jpg
Innanstokks var allt gegnsósa. Jafnt burðarbitar sem gólf, veggir og innanstokksmunir og sýnileg mygla komin upp á miðja veggi. Myndir segja oft meira en mörg orð og því ágætt að láta þær tala sínu málin, en myndirnar eru úr mismunandi tjónum.
Útihurð.jpg
Bleyta og mygla komin vel upp á veggi og í einangrun.
Inni á baði.jpeg
Veggir inni á baði sem voru ljósir áður en vatn lak og rafmagnskassi var hvítur að lit.
Klósett.jpg
Uppruni leka hér var nærri klósetti en á þessari myndi er vert að veita ofni lengst til hægri og klósettsetu sérstaka athygli.
Veggur.jpg
Veggur í stofu sem var ljós að lit áður en heita vatnið lak.
Vifta.jpeg
Vifta og loft í húsi þar sem heitt vatn lak. Loftið var hvítt að lit og spaðar viftunnar stóðu beint út en vísuðu ekki niður áður en heita vatnið lak um húsið.

Vatnstjón eru 55% tjóna í húseigendatryggingu sumarhúsa en 88% bótagreiðslna. Það helgast af alvarleika tjónanna og hversu langur tími líður oft frá því að leki byrjar og þar til hann uppgötvast sem þarf þó alls ekki að telja í mörgum dögum. Algengustu lekarnir eru þegar tengi við blöndunartæki og klósett gefa sig eða blöndunartækin sjálf fara að leka og það gerist stundum þegar frís í lögnunum.

Hvað getur hver og einn gert?

  • Skrúfa alltaf fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins þegar hús er yfirgefið og tæma viðtengd tæki t.d. með því að skrúfa frá einum vatnskrana inni í húsi þar til hann hefur tæmt sig.
  • Vera með vatnsskynjara, myndavélar og annan öryggisbúnað þar sem hægt er að fylgjast með ástandi húss t.d. í gegnum síma.
  • Ef sumarhús er kynnt á veturna þarf að fá upplýsingar um það ef rafmagns- og/eða heitavatnslaust verður þar sem getur kólnað mjög hratt í húsi eða bilanir orðið á kerfum í kjölfarið.
  • Ef bústaður er hitaður með vatni er best er að hafa lokað hringrásarkerfi og vatnsinntak í sér rými utanhúss.
  • Nota hitaþræði við lagnir sem hætta er á að frjósi í s.s. við lagnir á milli húsa.
  • Ef bústaður er óupphitaður þarf að tappa af vatnslögnum og salerni fyrir veturinn og setja frostlög í vatnslása og vatnssalerni.

Það er til mikils að vinna, að gera allt sem eykur líkur á því að komið sé að bústaðnum í sama ástandi og hann var þegar skilið var við hann síðast, svo hægt sé að njóta dvalarinnar í honum.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.