lock search
lock search

Sjálfsíkveikjur

Vel þekkt er að kviknað getur m.a. í viðarolíu í tuskum, svampi eða öðru slíku og er þá getið um þá hættu á umbúðunum. En sjálfsíkveikja getur einnig orðið í þvotti sem smitaður er matar- eða nuddolíu jafnvel þótt hann hafi verið þveginn því það getur enn verið talsvert eftir af olíu sem ekki þvæst úr tauinu.

Það sem gerist er að inni í hrúgunni verður efnahvarf sem myndar hita. Því stærri sem hrúgan er, því meiri verður einangrunin og hitastigið hækkar hraðar. Að lokum verður hitinn það mikill að eldur kviknar.

Ýmis bleikiefni í þvotti geta aukið þessa áhættu en eftir að þvottur er þveginn þá er utanaðkomandi hiti líkt og þurrkari skilyrði til að eldur kvikni.

Áhætta á brunum er mest hjá fyrirtækjum en getur líka verið til staðar á heimilum, m.a. þegar viðarolía hefur verið borin á húsgögn eða matarolía þerruð upp.

Vinnureglur til að draga úr hættu á sjálfsíkveikju:

  • Bleyta olíublautar tuskur, setja þær í poka og lofttæma pokann.
  • Þvo olíusmitaðan þvott strax.
  • Ekki nota þurrkara þegar olíusmitaður þvottur er þveginn. Ef þurrkari er notaður láta hann enda á 10-15 mín. kæliprógrammi eða nota krumpuvarna stillingu á heimilisþurrkurum.
  • Láta þurrkara klára prógrammið og geyma þvottinn aldrei í þurrkaranum eftir að hann er búinn. Heldur dreifa úr þvotti meðan hann kólnar niður í herbergishita
  • Gæta þess að lósía sé ávallt hrein.

Mikilvægt er að allir hugi að eigin eldvörnum. Að virkt brunaviðvörunarkerfi og slökkvitæki séu til staðar hjá fyrirtækjum,starfsmenn þjálfaðir í notkun slökkvitækja og á heimilum séu reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi til staðar.

Kastljós var með umfjöllun um sjálfsíkveikjur í þvotti og tuskum sem áhugavert er að sjá.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.