lock search
lock search

Rýmingaráætlun

Nauðsynlegt er að fjölskyldan geri áætlun um hvernig yfirgefa á heimilið ef eldur kemur upp. Slík áætlun getur ráðið úrslitum um hvort allir komast heilir út. Ef unnt er skal loka rýminu þar sem eldur logar. Það tefur útbreiðslu elds og reyks.

Best er að öll fjölskyldan taki þátt í að gera áætlunina og æfi hana síðan. Foreldrar og forráðamenn bera að sjálfsögðu ábyrgð á rýmingu íbúðarinnar og ber að forðast að ræða þannig við börn um eldvarnir að það skapi ótta. Brýnið þó fyrir ungum börnum að þau megi ekki fela sig inni í skáp eða undir rúmi. Mörg dæmi eru um að slökkviliðsmenn hafi átt erfitt með að bjarga börnum úr brennandi húsum vegna þessa.

Við gerð flóttaáætlunar þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Tvær greiðar leiðir eiga að vera út úr íbúðinni og húsinu. Komið fyrir neyðarstiga þar sem þörf krefur.
  • Að allir viti að þeir eiga að fara út um leið og elds verður vart. Hringið á slökkvilið í 112 eins fljótt og auðið er.
  • Ákveða þarf fyrirfram stað þar sem allir hittast þegar út er komið. Þannig má ganga úr skugga um hvort allir hafi skilað sér út.

Flóttaleiðir og rýming í fjölbýli
Slökkvilið gefur út fyrirmæli um rýmingu og ber að fylgja þeim. Þegar brennandi íbúð er yfirgefin út í stigagang er brýnt að loka dyrunum á eftir sér. Annars fyllist stigagangurinn af reyk og aðrir íbúar komast ekki út.

Flóttaleiðir í fjölbýli eru stigagangar og svalir. Aðgangur að svaladyrum á að vera greiður og auðvelt þarf að vera að opna þær. Flóttaleiðir eiga að vera opnanlegar innan frá án lykils. Notið stigaganga ekki sem geymslur.

Lyftur má aldrei nota í eldsvoða því þær geta stöðvast á þeirri hæð sem eldur logar og fyllst af reyk. Hver íbúð er sérstakt brunahólf. Ef reykur er í stigagangi er öruggara að halda sig inni í íbúðinni og láta vita af sér við glugga eða á svölum. Það má til dæmis gera með því að setja ljóst klæði út um glugga eða á svalir.

Efnið er fengið úr bæklingi Eldvarnabandalagsins.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.